Valáfangar í lögfræði

Í Kvennaskólanum er boðið upp á tvo valáfanga í lögfræði á þriðja ári, inngangs- og framhaldsáfanga. Námið er fjölbreytt eins og fræðigreinin sjálf og markmiðin skýr. Námið byggir á nokkrum þáttum eins og til dæmis fræðilegri vinnu, s.s. lestri og að skoða dóma en einnig lifandi og skapandi verkefnum og verða tveir bekkir í inngangsáfanga í haust. Vettvangsferðir og heimsóknir fræðimanna í skólann eru hluti námsins eins og meðfylgjandi mynd sýnir.