Námsmat

Mikilvægt er að námsmat sé með fjölbreyttum hætti og endurspegli markmið námsins. Í upphafi hverrar annar skulu nemendum kynntar kennsluáætlanir, námsmarkmið og tilhögun námsmats hvers áfanga. Námsmat er í höndum kennara.

Nemendur eiga rétt á að fá útskýringar á mati sem liggur að baki lokaeinkunnar í námsáfanga innan fimm virkra daga frá birtingu einkunnar. Vilji nemendur, sem ekki hafa náð lágmarkseinkunn, þá eigi una mati kennarans geta þeir snúið sér til skólameistara og óskað eftir mati sérstaks prófdómara. Þá skal kveða til óvilhallan prófdómara sem metur prófúrlausnir. Úrskurður hans er endanlegur og verður ekki skotið til æðra dómsvalds.