Námsmat

Mikilvægt er að námsmat sé með fjölbreyttum hætti og endurspegli markmið námsins. Í upphafi annar skulu nemendum kynnt námsáætlun og námsmarkmið svo og tilhögun námsmats hvers áfanga. Námsmat er í höndum kennara. Matið er ýmist samsett úr símati og lokaprófi eða eingöngu símati. Nemendum er sérstaklega bent á að í sumum áföngum verða þeir að standast lokapróf áður en símatseinkunn er reiknuð inn. Þetta kemur þá fram á námsáætlun. Kennarar meta úrlausnir nemenda.

Nemendur eiga rétt á að fá útskýringar á mati sem liggur að baki lokaeinkunnar í námsáfanga innan fimm virkra daga frá birtingu einkunnar. Vilji nemendur, sem ekki hafa náð lágmarkseinkunn, þá eigi una mati kennarans geta þeir snúið sér til skólameistara og óskað eftir mati sérstaks prófdómara. Þá skal kveða til óvilhallan prófdómara sem metur prófúrlausnir. Úrskurður hans er endanlegur og verður ekki skotið til æðra dómsvalds.

Einkunnir eru gefnar í heilum tölum frá 1 - 10 og skal hafa eftirfarandi til hliðsjónar um merkingu þeirra:

10

95 – 100% markmiða náð

9

85 – 94% markmiða náð

8

75 – 84% markmiða náð

7

65 – 74% markmiða náð

6

55 – 64% markmiða náð

5

45 – 54% markmiða náð

4

35 – 44% markmiða náð

3

25 – 34% markmiða náð

2

15 – 24% markmiða náð

1

0 – 14% markmiða náð

0

Ef nemandi mætir ekki í lokapróf eða lýkur ekki áfanganum