Prófa- og verkefnareglur

Við berum ábyrgð á námi okkar og höfum vönduð vinnubrögð, heiðarleika og fagmennsku að leiðarljósi.

Ef nemandi er staðinn að því að nota óleyfileg gögn, veita eða þiggja hjálp frá öðrum nemanda verður úrlausn hans ekki metin og telst hann fallinn í viðkomandi verkefni og/eða prófi.  Upplýsingar um málið eru skráðar í athugasemdakerfi Innu. Ítrekuð brot geta leitt til brottvísunar úr skóla. 

Athugið að brot á þessari reglu fyrnast ekki á milli anna eða áfanga. Dæmi ef nemandi brýtur af sér í einum áfanga á 1. önn og í öðrum á 3. önn teljast það tvö brot. 

Á prófatíma í desember og í mai (jóla- og vorpróf) gilda eftirfarandi reglur í skólanum:

  • Nemandi á að mæta stundvíslega í rétta stofu samkvæmt staðsetningartöflum sem hengdar eru upp á auglýsingatöflur skólans fyrir próf og einnig birtar á heimasíðu skólans. 
  • Prófin eru yfirleitt 1 klukkustund að lengd en nemendur hafa 1,5 klst til að leysa þau. Nemendur mega ekki yfirgefa prófstofu fyrr en 60 mínútur eru liðnar af próftíma en ef þeir kjósa að vera lengur er næst hleypt út 15 mínútum síðar. Þeir sem vilja þá vera lengur sitja út próftímann í 1,5 klst.  Þetta er gert til þess að skapa meira næði í prófstofum. 
  • Nemandi á að rita nafn sitt á sérstakan viðverumiða sem verður á borði hans í upphafi prófs. 
  • Veikindi á að tilkynna strax að morgni prófdags og staðfesta síðan með læknisvottorði dagsettu samdægurs. Vottorði skal skila á skrifstofu þegar nemandi kemur næst í skólann. 
  • Sjúkrapróf má nemandi aðeins taka hafi hann skilað inn læknisvottorði eða hafi heimild til þess af öðrum ástæðum. 
  • Kennarar í yfirsetu ráða sætaskipan nemenda. 
  • Ef nemandi er staðinn að því að nota óleyfileg gögn, veita eða þiggja hjálp frá öðrum nemanda verður úrlausn hans ekki metin og telst hann fallinn í viðkomandi prófi.   
  • Nemendum er óheimilt að hafa farsíma, iPod, snjallúr eða sambærileg tæki á sér í prófi og teljast þau til óleyfilegra gagna. Ef nemandi skilur þess konar tæki eftir í yfirhöfn, tösku eða á kennaraborði gerir hann það á eigin ábyrgð. 
  • Nemandi á að sýna sérstaka tillitssemi þegar próf standa yfir og fara hljóðlega af prófstað og það er með öllu óheimilt að dvelja á göngum framan við prófstofur á próftíma.