Samgöngustefna

Markmið:

Markmið samgöngustefnu Kvennaskólans er að stuðla að því að starfsfólk og nemendur skólans noti hagkvæman, vistvænan og heilsusamlegan ferðamáta í anda sjálfbærni og í samræmi við þátttöku skólans í Heilsueflandi skóla. Kvennaskólinn vill leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið og heilsufar starfsfólks og nemenda ásamt því að sýna gott fordæmi og efla vitund fólks um vistvænar samgöngur.

Leiðir að markmiðunum:

  • Kvennaskólinn gerir samgöngusamning við það starfsfólk skólans sem að jafnaði notar vistvænan samgöngumáta; t.d. notar strætisvagna, hjólar eða gengur til vinnu.
  • Skólinn mun endurgreiða leigubílakostnað þeirra starfsmanna sem nota vistvænan samgöngumáta ef neyðartilvik koma upp á vinnutíma, t.d. skyndileg veikindi barns eða sambærileg atvik.
  • Þegar pantaðir eru leigubílar eða hópferðabílar á vegum skólans skal biðja um vistvæna bíla ef þess er nokkur kostur.
  • Upplýsingar verða á áberandi stöðum í skólanum um göngu- og hjólaleiðir í nágrenni skólans.
  • Við skólann eru stæði fyrir reiðhjól og eru þau ætluð bæði nemendum og starfsfólki.
  • Kvennaskólinn mun standa fyrir reglulegri fræðslu í því skyni að efla vitund nemenda og starfsfólks um vistvænar samgöngur og hvetja þá til að taka tillit til umhverfisins við val á samgöngumáta til og frá skóla og vinnu.
  • Skólinn mun leitast við að bæta aðstöðu fyrir þá sem nota vistvænan samgöngumáta.