Lokamarkmið náms

Lokamarkmið bóknámsbrauta skólans er stúdentspróf.
Almenn lokamarkmið skólans eru að nemendur:

 • séu undirbúnir fyrir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi
 • búi yfir félagslegri og borgaralegri hæfni
 • sýni frumkvæði og ábyrgð og hafi sjálfstraust
 • búi yfir siðferðisvitund, víðsýni og umburðarlyndi
 • hafi öðlast gagnrýna og skapandi hugsun
 • geti beitt þeim vísindalegu vinnubrögðum sem kennd eru í framhaldsskóla
 • geti notað þekkingu sína og færni til að vinna að margvíslegum verkefnum
 • séu færir um að leita lausna í samvinnu við aðra
 • hafi gott vald á upplýsingatækni
 • hafi gott vald á tjáningu bæði í ræðu og riti
 • kunni að njóta menningarlegra verðmæta
 • hafi öðlast vitund og ábyrgð gagnvart umhverfi sínu
 • séu vel undirbúnir fyrir frekara nám.