Kynning á valáföngum fyrir skólaárið 2024-2025

Upplýsingar fyrir 1. bekk (verðandi 2. bekk) 

Nemendum á 2. ári býðst að velja tvo valáfanga, þ.e. einn á hvorri önn. Ef þið stefnið að því að útskrifast vorið 2026 (á þremur árum) þurfið þið að hafa lokið 13-15 valeiningum eftir 2. bekk sem þýðir að flestir þurfa að velja tvo fimm eininga áfanga í 2. bekk, einn áfanga á haustönn og einn áfanga á vorönn.
Athugið að nemendur á náttúruvísindabraut verða að velja einhverntíma á námsferlinum áfanga í umhverfisfræði eða vistfræði. 

Undir Aðstoð í Innunni eru leiðbeiningar frá námsráðgjöfum sem mikilvægt er að skoða áður en þið veljið ykkur valáfanga, sjá líka hér: https://padlet.com/Kvennaskolinn/namsradgjafar.

Áfangalýsingar og kynningar á áföngum sjáið þið hér fyrir neðan, á heimasíðu skólans og undir aðstoð í Innu.
Valkynning verður haldin í skólanum þriðjudaginn 20. febrúar. Þar sitja kennarar fyrir svörum um þá áfanga sem eru í boði.
1. bekkur mætir kl. 9:00.

Á valkynningardaginn 20. febrúar er líka hægt að fá aðstoð við valið hjá náms- og starfsráðgjöfum og/eða námstjóra og aðstoðarskólameistara.

Valblaðið er rafrænt, vistað undir Aðstoð í Innunni þegar valkynning þann 20. febrúar er búin. 

Skiladagur er 26. febrúar 2024.

Upplýsingar fyrir 2. bekk (verðandi 3. bekk)

Nú er komið að vali fyrir veturinn 2024-2025. Til að ljúka námi til stúdentsprófs þarf að ljúka 43 einingum í vali. Athugaðu vel að í það minnsta 15 einingar þurfa að vera á 3. þrepi hjá nemendum á félagsvísindabraut og 10 einingar hjá nemendum á náttúruvísindabraut. Skoðaðu því vel á hvaða þrepi þeir valáfangar eru sem þú hefur þegar lokið og hafðu það í huga þegar þú velur þá áfanga sem eftir eru. Til að skoða námsferilinn þinn og sjá hvað þú átt eftir að velja margar valeiningar er best að fara í Námsferill – Braut undir Námið í Innunni. Algengast er að nemendur þurfi að velja 30 einingar í vali sem eru þrír 5 eininga áfangar á hvorri önn. 

Áfangalýsingar og kynningar á áföngum sjáið þið hér fyrir neðan, á heimasíðu skólans og í Innunni undir Aðstoð.

Kynning á valáföngum verður haldin í skólanum þriðjudaginn 20. febrúar. Þar sitja kennarar fyrir svörum um þá áfanga sem eru í boði. 2. bekkur mætir kl. 10:00. Á valkynningardaginn 20. febrúar er líka hægt að fá aðstoð við valið hjá náms- og starfsráðgjöfum og/eða námstjóra og aðstoðarskólameistara.

Undir Aðstoð í Innunni eru leiðbeiningar frá námsráðgjöfum sem mikilvægt er að skoða áður en þið veljið ykkur valáfanga, sjá líka hér: https://padlet.com/Kvennaskolinn/namsradgjafar.  

Mikilvægt er að skoða vel aðgangsviðmið í háskóla, sjá á padlettu námsráðgjafa og hér: https://www.kvenno.is/is/nam-kennsla/hagnytar-upplysingar/adgangsvidmid-haskola.

Valblaðið er rafrænt, vistað undir aðstoð í Innu, eftir að valkynningu er lokið. Skiladagur er 26. febrúar 2024. 

Valblaðið - leiðbeiningar: 

  • Merktu við þá valáfanga sem þú vilt taka til að ljúka þeim einingum sem þú átt eftir í vali. Athugaðu að það sem er í sama fleka er kennt á sama tíma og því er ekki hægt að velja nema einn áfanga úr hverjum fleka. 
  • Hægt er að velja áfanga utan töflu með hvaða fleka sem er.
  • Nemendur þurfa auk þess að velja tvo áfanga (varaval 1 og varaval 2) á báðum önnum. 


 
Yfirlit yfir valflekana (hvað er kennt á sama tíma) er vistað undir aðstoð í Innu. 

Upplýsingar fyrir 3. bekk (verðandi 4. bekk) 

Nú er komið að vali fyrir veturinn 2024-2025. Til að ljúka námi til stúdentsprófs þarf að ljúka 43 einingum í vali. Athugaðu vel að í það minnsta 15 einingar þurfa að vera á 3. þrepi hjá nemendum á félagsvísindabraut og 10 einingar hjá nemendum á náttúruvísindabraut. Skoðaðu því vel á hvaða þrepi þeir valáfangar eru sem þú hefur þegar lokið og hafðu það í huga þegar þú velur þá áfanga sem eftir eru. Til að skoða námsferilinn þinn og sjá hvað þú átt eftir að velja margar valeiningar er best að fara í Námsferill – Braut undir Námið í Innunni. Algengast er að nemendur þurfi að velja sex 5 eininga valáfanga á 3. ári, þrjá á hvorri önn).

Áfangalýsingar og kynningar á áföngum sjáið þið hér fyrir neðan, á heimasíðu skólans og í Innunni undir Aðstoð.

Kynning á valáföngum verður haldin í skólanum þriðjudaginn 20. febrúar. Þar sitja kennarar fyrir svörum um þá áfanga sem eru í boði. 2. bekkur mætir kl. 10:00. Á valkynningardaginn 20. febrúar er líka hægt að fá aðstoð við valið hjá náms- og starfsráðgjöfum og/eða námstjóra og aðstoðarskólameistara.

Undir Aðstoð í Innunni eru leiðbeiningar frá námsráðgjöfum sem mikilvægt er að skoða áður en þið veljið ykkur valáfanga, sjá líka hér: https://padlet.com/Kvennaskolinn/namsradgjafar.

Mikilvægt er að skoða vel aðgangsviðmið í háskóla, sjá á padlettu námsráðgjafa og hér: https://www.kvenno.is/is/nam-kennsla/hagnytar-upplysingar/adgangsvidmid-haskola.

Valblaðið er rafrænt, vistað undir aðstoð í Innu, eftir að valkynningu er lokið. Skiladagur er 26. febrúar 2024.

Valblaðið - leiðbeiningar:

  • Merktu við þá valáfanga sem þú vilt taka til að ljúka þeim einingum sem þú átt eftir í vali. Athugaðu að það sem er í sama fleka er kennt á sama tíma og því er ekki hægt að velja nema einn áfanga úr hverjum fleka.
  • Einnig er hægt að velja áfanga utan töflu með hvaða fleka sem er.
  • Nemendur þurfa auk þess að velja tvo áfanga (varaval 1 og varaval 2) á báðum önnum. 

 

Yfirlit yfir valflekana (hvað er kennt á sama tíma) er vistað undir aðstoð í Innu.

Hvað þarf ég að hafa í huga við val á áföngum? 

Náms- og starfsráðgjafar skólans hafa tekið saman upplýsingar sem mikilvægt er að skoða áður en þú velur valáfanga. Sjá hér.  

Kynning á valáföngum: 

Danska (DANS)


Eðlisfræði (EÐLI)

Efnafræði (EFNA)

Enska (ENSK)

 

Félagsgreinar (FÉLA)

 

Fjármálalæsi (FJÁR)


 

Franska (FRAN)

 

Frumkvöðlafræði (FRUM)


Hagfræði (HAGF)Handverk (HAND)Heimspeki (HEIM)


Íslenska (ÍSLE)


Ítalska (ÍTAL)Gervigreind (UPPT)Jóga (JÓGA)


Kvikmyndir og tungumál (KVIK)


Líffræði (LÍFF)


Lögfræði (LÖGF)

 Næringarfræði (NÆRI)


Saga (SAGA)


Sálfræði (SÁLF)


Stærðfræði (STÆR)

Tölvunarfræði (TÖLF)


Umhverfisfræði - umhverfisráð (UMHV)Uppeldisfræði (UPPE)


Útivist og umhverfisskoðun (ÚTIV)


Mentorverkefnið Vinátta (VINÁ)


Þýska (ÞÝSK)