Kynning á valáföngum fyrir skólaárið 2021-2022

Upplýsingar fyrir 1. bekk (verðandi 2. bekk) 

Nemendum á 2. ári býðst að velja tvo valáfanga, þ.e. einn á hvorri önn. Ef þið stefnið að því að útskrifast vorið 2023 (á þremur árum) þurfið þið að hafa lokið 13-15 valeiningum eftir 2. bekk sem þýðir að flestir þurfa að velja tvo áfanga í 2. bekk, einn áfanga á haustönn og einn áfanga á vorönn. Hér eru upplýsingar sem mikilvægt er að skoða áður en valið er.

Áfangalýsingar og kynningar á áföngum sjáið þið hér fyrir neðan og í Innunni undir Aðstoð. Kynning á valáföngum er rafræn í ár og á kynningarsíðum námsgreinanna sjáið þið líka hvernig hægt er að hafa samband við kennara (opið Teams-spjall og/eða tölvupóst). Kennarar svara fyrirspurnum um valáfangana milli kl. 9:00 og 11:00 þriðjudaginn 16. febrúar.


Valblaðið er rafrænt, vistað undir Aðstoð í Innunni. Skiladagur er 24. febrúar 2021.

Á valkynningardaginn 16. febrúar er líka hægt að fá aðstoð við valið hjá náms- og starfsráðgjöfum og/eða námstjóra og aðstoðarskólameistara.

Upplýsingar fyrir 2. bekk (verðandi 3. bekk)

Nú er komið að vali fyrir veturinn 2021-2022. Til að ljúka námi til stúdentsprófs þarf að ljúka 43 einingum í vali. Athugaðu vel að í það minnsta 3 valáfangar (15 ein) þurfa að vera á 3. þrepi hjá nemendum á félags- og hugvísindabraut og 2 valáfangar (10 ein) hjá nemendum á náttúruvísindabraut. Skoðaðu því vel á hvaða þrepi þeir valáfangar eru sem þú hefur þegar lokið og hafðu það í huga þegar þú velur þá áfanga sem eftir eru. Til að skoða námsferilinn þinn og sjá hvað þú átt eftir að velja margar valeiningar er best að fara í Námsferill – Braut undir Námið í Innunni (Algengast er að nemendur þurfi að velja 6 valáfanga á 3. ári, þrjá á hvorri önn).

Áfangalýsingar og kynningar á áföngum sjáið þið hér fyrir neðan og í Innunni undir Aðstoð. Kynning á valáföngum er rafræn í ár og á kynningarsíðum námsgreinanna sjáið þið líka hvernig hægt er að hafa samband við kennara (opið Teams-spjall og/eða tölvupóst). Kennarar svara fyrirspurnum um valáfangana milli kl. 9:00 og 11:00 þriðjudaginn 16. febrúar.

Undir Aðstoð í Innunni eru leiðbeiningar frá námsráðgjöfum sem mikilvægt er að skoða áður en þið veljið ykkur valáfanga, sjá líka hér

Að fylla út valblaðið:

  • Að velja valáfanga
    Merktu X við þá valáfanga sem þú vilt taka til að ljúka þeim einingum sem þú átt eftir í vali. Mundu eftir að velja í það minnsta tvo áfanga sem varaval á hvorri önn og merktu varavalið með tölustöfunum 1, 2 o.s.frv. Athugið að áfangar sem eru í sama dálki (fleka) eru kenndir á sama tíma og því aðeins hægt að velja einn áfanga úr hverjum dálki. Á þessu eru þó örfáar undantekningar: Á haustönn má velja saman í C-fleka Jóga2SH02 og Ensk2YN03. Á vorönn má velja úr A-flekanum Jóga2SH02 ásamt t.d. Umhv2RÁ02 eða með yndislestri í ensku eða þýsku (Ensk2YN03 eða Þýsk2YN03/05)
  • Val á kjarnagreinum, lokaverkefni og íþróttir: Auk þess að velja valgreinar þarftu að velja 2 kjarnagreinar sem eru lokaverkefni og íþróttir. Þetta eru skylduáfangar og teljast því ekki til valeininga.
  • Lokaverkefni: Merktu við lokaverkefnisáfanga á einum stað, annaðhvort á haustönn eða vorönn, ef þú hyggst útskrifast vorið 2022
  • Íþróttir: Nemendur sem verða í 3. bekk næsta vetur eiga að velja einn íþróttaáfanga á hvorri önn. Ekki er hægt að velja íþróttir í sama fleka og valáfanga en það má velja íþróttir í sama fleka og lokaverkefni. Hægt er að velja á milli þess að taka íþróttaáfanga í staðnámi eða áfanga í fjarnámi. Þeir sem stefna að því að fá íþróttaþjálfun metna eiga að velja fjarnámsáfangann (þurfa samt að sækja um íþróttamat næsta haust eins og venjulega).

Skila á valblaðinu á skrifstofu skólans í síðasta lagi miðvikudaginn 24. feb. 
Valblaðið er líka vistað undir Aðstoð í Innunni. Hægt að fylla út - vista og senda sem viðhengi í tölvupósti á netfangið kvennaskolinn@kvenno.is 

Upplýsingar fyrir 3. bekk (verðandi 4. bekk) 

Nú er komið að vali fyrir veturinn 2021-2022. Til að ljúka námi til stúdentsprófs þarf að ljúka 43 einingum í vali. Athugaðu vel að í það minnsta 3 valáfangar (15 ein) þurfa að vera á 3. þrepi hjá nemendum á félags- og hugvísindabraut og 2 valáfangar (10 ein) hjá nemendum á náttúruvísindabraut. Skoðaðu því vel á hvaða þrepi þeir valáfangar eru sem þú hefur þegar lokið og hafðu það í huga þegar þú velur þá áfanga sem eftir eru. Til að skoða námsferilinn þinn og sjá hvað þú átt eftir að velja margar valeiningar er best að fara í Námsferill – Braut undir Námið í Innunni.

Áfangalýsingar og kynningar á áföngum sjáið þið hér fyrir neðan og í Innunni undir Aðstoð. Kynning á valáföngum er rafræn í ár og á kynningarsíðum námsgreinanna sjáið þið líka hvernig hægt er að hafa samband við kennara (opið Teams-spjall og/eða tölvupóst). Kennarar svara fyrirspurnum um valáfangana milli kl. 9:00 og 11:00 þriðjudaginn 16. febrúar.

Undir Aðstoð í Innunni eru leiðbeiningar frá námsráðgjöfum sem mikilvægt er að skoða áður en þið veljið ykkur valáfanga, sjá líka hér

Skila á valblaðinu á skrifstofu skólans í síðasta lagi miðvikudaginn 24. feb.
Valblaðið er líka vistað undir Aðstoð í Innunni. Hægt að fylla út - vista og senda sem viðhengi í tölvupósti á netfangið kvennaskolinn@kvenno.is

Kynning á valáföngum: 

Danska (DANS)


Eðlisfræði (EÐLI)

Efnafræði (EFNA)

Enska (ENSK)

 

Félagsgreinar (FÉLA)

 

Fjármálalæsi (FJÁR)


 

Franska (FRAN)

 

Frumkvöðlafræði (FRUM)


Hagfræði (HAGF)Handverk (HAND)Heimspeki (HEIM)


Íslenska (ÍSLE)


Ítalska (ÍTAL)Íþróttir (ÍÞRÓ)Jarðfræði (ÚTIV)


Jóga (JÓGA)


Kvikmyndir og tungumál (KVIK)Listfræði (LISF)
Líffræði (LÍFF)


Lögfræði (LÖGF)


Menntamaskína (MEMA)


Næringarfræði (NÆRI)


Saga (SAGA)


Sálfræði (SÁLF)


Stærðfræði (STÆR)


Táknmál (TÁKN)


Tölvunarfræði (TÖLF)


Umhverfisfræði/umhverfisráð (UMHV)Uppeldisfræði (UPPE)


Útivist og umhverfisskoðun (ÚTIV)


Mentorverkefnið Vinátta (VINÁ)


Þýska (ÞÝSK)