Mötuneyti

Mötuneytið opnar mánudaginn 22. febrúar með eftirfarandi takmörkunum:  Boðið verður uppá takmarkaða þjónustu í mötuneyti skólans. Seldar verða tilbúnar vörur, samlokur, mjólkurvörur o.þ.h. Hádegishléið verður aftur fært til fyrra horfs, verður 40 mínútur og skiptist í fyrra og seinna hádegishlé. Í samræmi við sóttvarnarreglur þá kemst takmarkaður fjöldi fyrir hverju sinni í mötuneytinu og þar eins og annars staðar í skólanum er mikilvægt að allir sýni varkárni og virðingu gagnvart reglum um grímuskyldu, fjöldatakmarkanir, sprittun og fjarlægðarmörk. Það mega ekki fleiri en 30 nemendur vera í röð í senn og að hámarki 30 nemendur mega sitja til borðs. Nemendur geta borðað í kennslustofunni sem þeir eiga að mæta í eftir hádegishlé.

 

Í skólanum er rekið mötuneyti nemenda og starfsfólks. Matsalur nemenda er í Uppsölum, Þingholtsstræti 37, en starfsfólks í aðalbyggingu, Fríkirkjuvegi 9. Lögð er áhersla á gildi Heilsueflandi framhaldsskóla í rekstri mötuneytisins.

Matarmiðar til kaupa á mat í mötuneyti Kvennaskólans eru til sölu á skrifstofu skólans og í mötuneyti. Einnig er hægt að leggja inn á reikning skólans, kt: 650276-0359, reikningur 513-26-14040 og senda póst með kvittun úr heimabankanum með nafni nemandans á kvennaskolinn[hjá]kvenno.is

Kortið fæst þá afhent á skrifstofu skólans og i mötuneytinu.

Hvert kort með 20 miðum kostar 8.500 kr.
Heitur matur í hádegi kostar 2 miða
Matarmikil súpa og brauð kostar 1 miða