Orðabækur og orðasöfn

Orðabækur og orðasöfn á netinu. 

Snara.is vefbókasafn sem geymir yfir tvær milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka og uppflettirita. Hægt er að leita í öllum uppflettiritunum í einu eða leita í hverjum efnisflokki eða riti um sig. Aðgangur er öllum opinn í skólanum. Nem­endur skólans og starfsfólk hafa aðgang að Snöru heima fyrir með því að skrá sig inn með Microsoft-inn­skrán­ingu og skóla­net­fangi. 

Málið.is  Leitargátt hjá Stofnun Árna Magnússonar 

Orðabanki Íslenskrar málstöðvar Í orðabankanum eru m.a. íslensk íðorð (fræðiorð) og nýyrði úr almennu máli, auk þess íslenskar þýðingar á erlendum íðorðum og hugtakaskilgreiningar íðorða á íslensku og fleiri tungumálum.

Ritmálssafn Orðabókar Háskólans Þar er safnað heimildum um orð og orðanotkun í íslensku frá upphafi prentaldar um 1540 til samtímans. Gagnasafn Orðabókarinnar geymir það efni sem þegar hefur verið tölvuskráð.

Táknmálsorðabók Þekkingarbrunnur fyrir íslenskt táknmál í vef og farsíma. Þar er að finna um 9.000 tákn. Útgefandi Samskiptamiðstöð.

ISLEX Margmála veforðabók þar sem íslenska er viðfangsmálið og markmálin eru danska, sænska, norskt bókmál, nýnorska og færeyska.

Fleiri orðabækur í opnum aðgangi má finna hjá Landsaðgangi að rafrænum áskriftum.