Kjarni bóknámsbrauta

Í Kvennaskólanum í Reykjavík er lögð áhersla á að veita nemendum sem besta menntun í námsumhverfi þar sem þeim líður vel og læra bera ábyrgð á námi sínu. Eitt helsta markmið skólans er að veita nemendum haldgóða og vandaða menntun og búa þá sem best undir frekara nám. 

Tvær bóknámsbrautir til stúdentspróf eru í skólanum: Félagsvísindabraut og náttúruvísindabraut.  Til að ljúka stúdentsprófi af bóknámsbrautum, þarf nemandi að ljúka 200 einingum. Námið skiptist í 157 einingar í kjarna og 43 einingar í vali. 

Einkenni og áherslur

  • Bekkjarkerfi
  • Fjölbreytt félagslíf
  • Sveigjanleiki í námshraða
  • Mikið val um námsgreinar
  • Góður stuðningur við nám
  • Hlýlegt vinnuumhverfi í hjarta miðborgarinnar
  • Jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing
  • Markviss undirbúningur fyrir framhaldsnám