Kjarni bóknámsbrauta

Í Kvennaskólanum í Reykjavík er lögð áhersla á að veita nemendum sem besta menntun í námsumhverfi þar sem þeim líður vel og læra bera ábyrgð á námi sínu. Eitt helsta markmið skólans er að veita nemendum haldgóða og vandaða menntun og búa þá sem best undir frekara nám. 

Til að ljúka stúdentsprófi af bóknámsbrautum, þarf nemandi að ljúka 200 einingum. Námið skiptist í 157 einingar í kjarna og 43 einingar í vali. 

Einkenni og áherslur

  • Bekkjarkerfi
  • Fjölbreytt félagslíf
  • Sveigjanleiki í námshraða
  • Mikið val um námsgreinar
  • Góður stuðningur við nám
  • Hlýlegt vinnuumhverfi í hjarta miðborgarinnar
  • Jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing
  • Markviss undirbúningur fyrir framhaldsnám