Svör við algengum spurningum

Hvar er skrifstofa skólans og hvenær er opið? 

Skrifstofa skólans er á 2. hæð í aðalbyggingu skólans að Fríkirkjuvegi 9. 
Opnunartíma skrifstofu sjáið þið hér

 

Verð ég hafa fartölvu til umráða á meðan ég er nemandi í skólanum? 

Það er ekki skylda en mjög æskilegt því tölvur eru mjög mikið notaðar í verkefnavinnu. Hægt er að hafa samband við áfangastjóra eða aðstoðarskólameistara ef nemandi hefur ekki aðgang að tölvu heima fyrir.

Hvernig tölvuforrit þarf ég að hafa fyrir verkefnavinnu? 

Þú færð ókeypis aðgang að öllum forritum sem þú þarft að nota meðan þú ert nemandi í skólanum. Þú getur sett þau í nokkur mismunandi tæki (s.s. tölvu, síma, ipad) með því að hlaða þeim niður. Office365 sem er kerfið sem nemendur og starfsfólk nota alla daga.
Mikilvægt er að nota þetta kerfi því þar er tölvupósturinn, OneDrive geymslan til að vista öll skjöl, word, excel, powerpoint o.fl.
Til að hlaða þessum pakka inn þá þarf bara að vera í tækinu sem maður vill setja forritin í, fara á vefsíðu skólans, velja þar hnappinn O365, slá inn kvennó-netfangið þitt og lykilorð og smella svo á "sign in". Þá birtist hnappur efst upp í hægra horni sem heitir „Install Office apps“. Smelltu á hann og fylgdu leiðbeiningum. Sjá nánar hér.

Hvernig fæ ég aðgang að tölvukerfi skólans? 

Allir nemendur fá tölvupóstfang (@kvenno.is) og hafa aðgang að tölvukerfi skólans með notendanafni. Nemendur með fartölvur/spjaldtölvur eða snjallsíma fá aðgang að þráðlausu neti skólans.

Nemendur fá aðgang að Office365 þar sem hægt er að nálgast Office pakkann án endurgjalds meðan að nemendur eru í námi. Office pakkinn inniheldur m.a. eftirfarandi forrit: Outlook, OneDrive, Word, Excel, PowerPoint og Teams. Aðgangur að Office365 er kvennónetfangið (notendanafnið) og lykilorð.

Lykilorð í Office:

Fara inn á vefsíðuna: https://lykilord.menntasky.is

  • Skrá þig inn með rafrænum skilríkjum.
  • Velja skóla "Kvennaskólinn í Reykjavík"
  • Búa til lykilorð

Nemendur sem eru ekki með rafræn skilríki geta farið á skrifstofu skólans og látið útbúa lykilorð.


Sjá nánar hér

Hvað er Inna og hvernig á ég að nota þetta kerfi? 

INNA heldur utan um alla þætti náms hjá nemendum. Þar á hver áfangi sitt svæði þar sem allt varðandi námið er vistað, s.s. verkefni, námsáætlanir, lesefni, efni frá kennurum (s.s. glærur, verkefnafyrirmæli, námsgögn) einkunnir, ástundun og mæting. Þar skila nemendur inn verkefnum, taka jafnvel próf og geta átt í samskiptum við kennara og bekkjarfélaga.

Til að tengjast Innu þarf að fara inn á www.inna.is eða smella á Innu-hnappinn sem er á vefsíðu skólans. Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu. Reyndar er hægt að fara í “Stillingar” og smella á Innskráning með Google og Office 365” ef fólk vill sleppa við að nota rafræn skilríki í hvert skipti til að tengjast Innu. Ef þetta er gert þá viljum við samt ítreka að á Innu er mikið af trúnaðarupplýsingum og passa þarf hver hefur aðgang að tækjunum ykkar.

Hvert leita ég til að fá tölvu- og tækniaðstoð? 

Hægt er tækniaðstoð í gegnum tölvupóst eða á sérstökum viðtalstímum. Sjá nánar hér.

Hvernig á ég að tilkynna veikindi? 

  • Forráðamenn ólögráða nemenda tilkynna veikindi nemenda í Innu. Lögráða nemendur tilkynna sjálfir veikindi í Innu. Veikindatilkynning skal berast skólanum fyrir kl. 10:00 hvern virkan dag sem veikindi vara. Sjá leiðbeiningar um skráningu veikinda í Innu hér. Ef Inna er ekki aðgengileg þá er hægt að senda póst á kvennaskolinn@kvenno.is.

 Er hægt að fá leyfi?

Gert er ráð fyrir að nemendur sinni persónulegum erindum sínum utan skólatíma. Sé það ekki unnt og erindið mjög brýnt geta forráðamenn ólögráða nemenda og lögráða nemendur sótt um leyfi rafrænt í Innu samdægurs. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er að nemandi mæti að öðru leyti vel í skólann og geri sér grein fyrir skyldum sínum og ábyrgð.
Athugið að kennarar veita ekki leyfi. Öll leyfi er skráð á skrifstofu skólans eða hjá áfangastjóra. Sjá nánar hér

Hvar get ég fundið námsgagnalista/bókalista fyrir hverja önn? 

Í Innu þegar búið er að opna stundatöflur. 

Hvar kaupi ég kennslubækur og annað námsefni? 

Flestar bækur má finna á skiptibókamörkuðum og eins eru nemendur skólans með síðu þar sem notaðar bækur eru seldar. Í sumum áföngum er námsefnið rafrænt og eru kaup á því kynnt sérstaklega. Þá er einnig nokkuð um að kennarar útbúi leshefti sem eru seld á skrifstofu skólans.

Eru nemendaskápar í skólanum? 

Já, skáparnir eru staðsettir í aðalbygginu og í Miðbæjarskóla. Nánari upplýsingar má finna hér

Hvar panta ég tíma hjá náms- og starfsráðgjafa? 

Nemendur skólans og forráðamenn þeirra, geta pantað viðtalstíma á Innu en öðrum er bent á senda náms- og starfsráðgjöfum skólans tölvupóst. Viðtalsherbergi þeirra eru á 2. hæð í Miðbæjarskólanum. Nánari upplýsingar hér.

 Hvernig panta ég tíma hjá skólahjúkrunarfræðingnum? 

Nemendur skólans geta pantað tíma á Innu. Þá er líka hægt að senda póst beint á hjúkrunarfræðingin og óska eftir tíma, sjá nánari upplýsingar hér.

 Hvað er átt við þegar talað er um "einingar"? 

Þá er átt við vinnuframlag nemanda í áfanga. Ein eining jafngildir 18-24 klukkustundum í vinnu, sjá nánar hér.

Get ég leyft foreldrum/forráðamönnum að hafa aðgang að Innu þegar ég verð 18 ára? 

Já, það er mjög auðvelt. Þú þarft bara að skrá þig á Innu, smella á myndina af þér efst í stikunni og velja "Ég". Smella svo á "Aðstandendur" og setja "já" í stað “nei” þar sem stendur “Aðgangur”. Nánari upplýsingar má finna hér.

Ég bý út á landi, get ég sótt um jöfnunarstyrk? 

Já, framhaldsskólanemar sem eru í námi fjarri sinni heimabyggð eiga rétt á jöfnunarstyrk að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nánari upplýsingar má finna á vef menntasjóðs námsmanna.

Get ég fengið að skipta um bekk? 

Það er mjög flókið að færa nemendur um bekk eftir að búið er að raða í bekki. Það heyrir til undantekninga að hægt sé að verða við slíkum óskum og fyrir því þurfa að vera gildar ástæður. Náms- og starfsráðgjafar skólans veita nánari upplýsingar.

Get ég skipt um námsbraut? 

Brautarskipti þarf að skoða í hverju tilfelli fyrir sig. Það fer eftir því hvort pláss sé laust á viðkomandi braut, hversu langt nemandi er kominn í námi og hvernig fyrra nám passar inn á viðkomandi braut. Náms- og starfsráðgjafar veita nánari upplýsingar.

Get ég dreift náminu á meira en 3 ár? 

Já, það má skipuleggja námið til lengri tíma og útskrifast eftir 3,5 eða eftir 4 ár. Það þarf ekki að ákveða fyrir fram hvenær stefnt er að útskrift. Þetta er mögulegt því hægt er að geyma valáfanga en fylgja bekkjarfélögum í kjarnagreinum. Sjá nánar hér.

Hvar er mötuneytið í skólanum? 

Mötuneytið er í Uppsölum við Þingholtsstræti. Þar er hægt að kaupa bæði heitar og kaldar máltíðir. Nánari upplýsingar má finna hér.

Get ég fengið tónlistarnám metið til eininga? 

Já, ef það er námskrárbundið nám, sjá nánar hér.

Má ég sleppa skólaíþróttum ef ég æfi íþróttir? 

Nemendur sem stunda umfangsmikla þjálfun geta sótt um að sleppa verklegum þætti í heilsu-lífstíll/heilsulæsi, sjá nánar hér.

Get ég fengið listdansnám og myndlist metið til eininga? 

Já, ef það er námskrárbundið nám, sjá nánar hér.

Get ég fengið metna framhaldsskólaáfanga sem ég tók í grunnskóla? 

Nemandi sem stundað hefur nám í öðrum framhaldsskóla á rétt á því að fá nám metið til eininga á sama hæfniþrepi í Kvennaskólanum ef áfanginn passar inn í námskrá og námsbrautarlýsingu, sjá nánar hér.

Hvar er aðstaða til að læra í skólanum? 

Hægt er að læra á nokkrum stöðum í skólanum. Á bókasafninu er fjölbreytt aðstoð og aðstaða (sjá nánar hér). Vinnuaðstaða fyrir nemendur er einnig á jarðhæð í Miðbæjarskólanum og á fyrir framan kennslustofurnar á efri hæðinni í Uppsölum (Þingholtsstræti 37). 

Er tekið tillit til námserfiðleika, t.d. lesblindu og ADHD? 

Já en þá þarf að ræða við náms- og starfsráðgjafa í upphafi skólagöngu svo hægt sé að finna út hvernig aðstoð virkar best. Í Kvennaskólanum fá allir nemendur lengdan próftíma þannig að ekki þarf að sækja sérstaklega um slíkt. Hins vegar er hægt að sækja um að fá að taka próf í sérstofu ef nemendur þurfa á slíku að halda. Sótt er um slíkt hjá náms- og starfsráðgjöfum og skila þarf inn gögnum til staðfestingar, sbr. vottorðum frá sérfræðingum. Umsóknarfrestur er auglýstur á hverri önn. 

Er boðið upp á einhverja námsaðstoð t.d. aukatíma? 

Já en þá þarf að ræða við náms- og starfsráðgjafa í upphafi skólagöngu svo hægt sé að finna út hvernig aðstoð virkar best. Í Kvennaskólanum fá allir nemendur lengdan próftíma þannig að ekki þarf að sækja sérstaklega um slíkt. Hins vegar er hægt að sækja um að fá að taka próf í sérstofu ef nemendur þurfa á slíku að halda. Sótt er um slíkt hjá náms- og starfsráðgjöfum og skila þarf inn gögnum til staðfestingar, sbr. vottorðum frá sérfræðingum. Umsóknarfrestur er auglýstur á hverri önn. 

Á hverri önn er líka boðið uppá aukatíma í stærðfræði fyrir nemendur í öllum stærðfræðiáföngum.  

Get ég prentað út í skólanum? 

Já, þú getur prentað út á bókasafninu, í tölvustofunni (M24) og í nemendarými á jarðhæð í Miðbæjarskólanum og á efri hæðinni í Uppsölum. 

Er ég með prentkvóta? 

100 bls prentkvóti er innifalinn í innritunargjöldum og hægt er að kaupa meira prentkvóta á skrifstofu skólans.