Náms- og starfsráðgjöf

Í Kvennaskólanum starfa tveir náms- og starfsráðgjafar í samtals 130% starfi. Hlutverk þeirra er að veita nemendum aðstoð sem tengist námi þeirra, náms- og starfsvali og persónulegum málum. 

Hildigunnur Gunnarsdóttir; hildigunnurg[hjá]kvenno.is. Hildigunnur er til viðtals alla mánudaga og miðvikudaga og fyrir hádegi á þriðjudögum.  
Ína Björg Árnadóttir; inaba[hjá]kvenno.is. Ína er til viðtals alla mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga. Sjá má skipulag viðtalstíma Ínu Bjargar HÉR.

Nemendur skólans og forráðamenn þeirra, geta pantað viðtalstíma á Innu en öðrum er bent á að senda náms- og starfsráðgjöfum skólans tölvupóst. Viðtalsherbergi þeirra eru á 2. hæð í Miðbæjarskólanum. Inngangur sem snýr út að Lækjargötu. 

Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa skólans til að fá stuðning við nám og líðan. 

Náms- og starfsráðgjöf Kvennaskólans á Facebook
Náms- og starfsráðgjöf Kvennaskólans á Instagram