Verklagsreglur við inntöku nýnema

Ef umsóknir nýnema um skólavist í Kvennaskólanum eru fleiri en hægt er að verða við er reiknuð meðaleinkunn greinanna íslensku, ensku og stærðfræði og umsóknum raðað eftir þeirri meðaleinkunn. Til að þetta sé hægt er einkunnunum gefið talnavægi þannig að: 

A fær vægið 4,0,
B+ vægið 3,75,
B fær 3,0,
C+ verður 2,75
C fær vægið 2.

Komi til þess að margir nemendur hafi sömu meðaleinkunn í þessum þremur greinum verður til viðbótar horft til einkunna í Norðurlandamáli, náttúrufræði og samfélagsfræði og jafnvel fleiri greina ef þarf. Ef einhverjir raðast samt sem áður jafnir getur komið til þess að raða verði þeim á tilvijanakenndan hátt með hlutkesti eða öðrum sambærilegum aðferðum.

Byrjunaráfangar í íslensku, stærðfræði og ensku eru á 2. þrepi á öllum brautum skólans. Til að nemendur geti hafið nám á 2. þrepi er meginreglan sú að grunnskólaeinkunn þeirra þarf að vera B eða hærri í viðkomandi grein. Þó getur komið til þess að gerð verði undantekning frá þessu þannig að nemandi sé tekinn ínn í skólann með C+ eða C í einni þessara þriggja greina ef einkunnir i hinum tveimur greinunum eru háar.