Húsnæði Kvennaskólans er á þremur stöðum; Fríkirkjuvegi 9 (Aðalbygging), Fríkirkjuvegi 1 (Miðbæjarskóli) og Þingholtsstræti 37 (Uppsalir).
- Í Aðalbyggingu, A og N,Fríkirkjuvegi 9, er aðalskrifstofa skólans á 2. hæð, skrifstofa skólameistara og skrifstofa fjármálastjóra. Aðstaða kerfisstjóra og aðstaða nemendafélags er í kjallara A, bókasafn á jarðhæð í N, tíu kennslustofur í A og N og vinnuherbergi kennara í risi.
- Í Miðbæjarskóla, M, Fríkirkjuvegi 1, á neðstu hæðinni er nemendaaðstaða (Litli Kvennó), aðstaða umsjónarmanns fasteigna, vinnuaðstaða fyrir nemendur, vinnuherbergi kennara og búningsklefar íþróttasalarins. Á miðhæð er fyrirlestrarsalur (M19), skrifstofa aðstoðarskólameistara og námsstjóra, kaffi-og borðstofa starfsmanna, íþróttasalur og kennslustofur. Á efstu hæð eru vinnuherbergi kennara, viðtalsherbergi náms- og starfsráðgjafa, skólasálfræðings, hjúkrunarfræðings og kennara, tölvustofa auk venjulegra kennslustofa.
- Í Uppsölum, U, Þingholtsstræti 37 er mötuneyti og matsalur nemenda sem jafnframt er samkomusalur og aðstaða leikfélagsins. Á efri hæð eru fjórar kennslustofur og vinnuherbergi kennara.
Aðalbygging (A)
Miðbæjarskóli (M)
Uppsalir (U)