- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English

Bókasafn Kvennaskólans er staðsett á jarðhæð í N-byggingu aðalbyggingar, Fríkirkjuvegi 9. Þar er vinnuaðstaða fyrir nemendur, bæði lesbásar og hópvinnuaðstaða.
Athugið að framkvæmdir standa yfir og því hefur þrengt talsvert að bókasafninu en við hlökkum til að opna nýtt bókasafn og námsver á jarðhæð aðalbyggingar á skólaárinu 2026-2027.
Opnunartími bókasafns er frá 8-18:30 virka daga.
Upplýsingaþjónusta varðandi heimildaleitir, meðferð heimilda og heimildaskráningu er í boði á staðnum eða í gegnum síma eða tölvupóst.
Bókasafns- og upplýsingafræðingur er við á bókasafninu, mánudaga til fimmtudaga kl. 14 til 15:30.
Síminn er 580-7610/580-7600.
Netfangið er kvennaskolinn@kvenno.is.
Á bókasafninu er prentari sem nemendur hafa aðgang að. Nemendur fá 100 blaða prentkvóta á hverri önn. Leiðbeiningar varðandi prentun er undir aðstoð í Innu.
Mikilvægt er að hafa hljótt á bókasafninu og virða vinnufrið annarra. Ekki er æskilegt að tala í farsíma á safninu.