- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Verkefnum sem tengjast alþjóðlegu samstarfi á vegum Kvennaskólans má skipta í eftirfarandi:
Kvennaskólinn hefur í mörg ár haldið úti verkefnum þar sem nemendum skólans býðst að fara utan. Ýmist er um að ræða verkefni þar sem samstarf er haft við skóla erlendis um nemendaskipti eða áfanga þar sem hluti náms er að skoða erlenda borg.
Nemendur hafa sjálfir þurft að standa straum af kostnaði vegna slíkra borgarferða en nemendaskiptaverkefnin eru styrkt af Nordplus Junior- eða Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Kennarar skólans sem skipuleggja samstarfsverkefni hafa stundum átt þess kost að fara í undirbúningsheimsóknir. Slíkar heimsóknir eru afar gagnlegar og tryggja að nemendur fái sem mest út úr ferðunum.
Árlega berast margvíslegar beiðnir um samstarf og heimsóknir erlendra nemenda og kennara. Fjöldi erlendra gesta sækir skólann heim ár hvert bæði vegna samstarfsverkefna og til að kynnast skólastarfinu. Nemendur skólans eru jafnan boðnir og búnir að taka á móti gestum. Ýmis samtök leita til skólans vegna verkefna sem standa ungu fólki til boða og hefur þessum erindum verið komið til nemenda skólans. Jafnframt hafa kennarar skólans heimsótt skóla erlendis.
Erlent samstarf er sívaxandi hluti skólastarfsins. Margir nemendur Kvennaskólans eiga þess kost að fara í námsferðir og taka á móti erlendum nemendum. Um margvísleg verkefni er að ræða og eru mótaðar skýrar reglur um hvert þeirra fyrir sig. Hér á eftir fara nokkrar grunnreglur sem hafðar eru til hliðsjónar fyrir utanlandsferðir hverju sinni.