Nemendaskápar í M og A

Það er hægt að fá læstan skáp lánaðan í skólanum, án leigu.

Í kjallara Miðbæjarskólans (M) eru skápar sem er læst með 3ja tölustafa númeri sem nemandi velur sér sjálfur. Til að panta skáp í M þarf að fylla út form á heimasíðunni með nafni, bekk, símanúmeri, netfangi og 3 tölum. Þegar búið er að úthluta skáp og stilla númerið, fær nemandi tölvupóst með skápanúmeri og leiðbeiningum. Þetta ferli getur tekið nokkra daga. 

Á aðalskrifstofunni í A er hægt að fá skápa sem læst er með lykli og hægt að fá lykil gegn 1500 kr. skilagjaldi sem fæst svo endurgreitt að vori þegar lykli er skilað. Skáparnir eru innst á ganginum í N (sem er álman sem er tengd við A)

Það þarf að tæma alla skápa á vorin.