Inna er upplýsinga- og kennslukerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nemendum, m.a. einkunnir, mætingu, námsferil, námsáætlanir og námsgagnalista. Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu. Nemendur og skráðir forráðamenn nemenda yngri en 18 ára hafa aðgang að Innu og geta skoðað allar upplýsingar um nemandann. Nemendur eldri en 18 ára geta sjálfir veitt foreldrum/forráðamönnum aðgang að Innu.
Tilkynna veikindi og umsókn um skammtímaleyfi í Innu:
- Forráðamenn ólögráða nemenda tilkynna veikindi nemenda í Innu. Lögráða nemendur tilkynna sjálfir veikindi í Innu
- Þegar forráðamaður hefur skráð sig inn á Innu er valið Skrá veikindi/Sækja um leyfi á forsíðu Innu. Veikindatilynning skal berast skólanum fyrir kl. 10:00 hvern virkan dag sem veikindi vara. Sjá reglur skólans um skólasókn.
- Veikindatilkynning er skráð með því að haka við daginn sem við á, einnig er hægt að setja inn athugasemd/skýringu. Veikindatilkynning er send inn og þá kemur upp tilkynning ef skráning tókst. Eingöngu er hægt að skrá veikindi samdægurs eða einn dag fram fram í tímann.
- Skrifstofa skólans þarf að samþykkja veikindaskráningu í gegnum Innu til þess að það færist inní viðveruskráningu nemandans. Þegar veikindaskráning er staðfest þá er sendur staðfestingarpóstur.
- Þegar veikindatilkynning er samþykkt þá skráist það í viðveruskráningu nemandans með kóðanum V.
Þegar nemandi verður 18 ára lokast fyrir aðgang forráðamanna í Innu. Nemandi getur opnað fyrir aðganginn og þá geta forráðamenn áfram skráð veikindi nemandans í Innu og þar með séð allar upplýsingar um nemandann.
Opnað fyrir aðgang forráðamanna nemenda eldri en 18 ára
- Nemandi skráir sig inn í Innu
- Smellt á mynd nemandans efst á stikunni og velja „Ég“. Í þeirri valmynd eru persónuupplýsingar nemandans.
- Opna likninn „Aðstandendur“
- Setja „Já“ í stað „Nei“ í „Aðgangur“
Myndrænar leiðbeiningar sjá hér