Umhverfis- og loftslagsstefna

Umhverfis- og loftslagsstefna Kvennaskólans í Reykjavík

Framtíðarsýn
Kvennaskólinn í Reykjavík stefnir á að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum með því að draga markvisst úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi skólans. Skólinn vill leggja sitt af mörkum til að markmiðum Parísarsamningsins sé náð og taka þannig virkan þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar.

Yfirmarkmið
Fram til 2030 mun Kvennaskólinn draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) um samtals 40% miðað við árið 2023.

Gildissvið og umfang
Stefnan tekur til umhverfisáhrifa af innri starfsemi skólans. Umhverfisþættir sem stefnan nær yfir eru orkunotkun, úrgangsmyndun, samgöngur, innkaup og fræðsla.

Eftirfylgni
Umhverfis- og loftslagsstefna Kvennaskólans er rýnd á hverju ári af stýrihópi umhverfismála og markmið og aðgerðaráætlun uppfærð með tilliti til þróunar í losun gróðurhúsalofttegunda á milli ára. Stefnan er samþykkt af yfirstjórn og upplýsingum um árangur aðgerða er miðlað á heimasíðu Kvennaskólans.

Tenging við núverandi skuldbindingar
Stefna þessi tekur mið af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu. Skólinn er þátttakandi í Grænum skrefum og grænfánaverkefninu Skólar á grænni grein

 

Síðast uppfært 30.03.2023