- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Starfsbrautin er fjögurra ára nám að loknum grunnskóla og í samræmi við starfsár framhaldsskólans. Kennsla hefst um miðjan ágúst og lýkur um miðjan maí. Nám á starfsbraut er einkum ætlað nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild eða sérskóla. Starfsbrautin er ætluð nemendum sem ekki geta nýtt sér almenn námstilboð framhaldsskóla en þurfa sérhæft einstaklingsmiðað nám er mætir færni þeirra og áhuga.
Á brautinni fá nemendur tækifæri til að stunda nám við hæfi og viðhalda og auka þekkingu sína og færni til að takast á við viðfangsefni daglegs líf á heimili, í vinnu, tómstundum og í frekara námi. Nám og kennsla eru skipulögð með tilliti til þess nemendahóps sem innritast á brautina á hverjum tíma. Áhersla er lögð á fjölbreytta kennsluhætti sem eru sniðnir að þörfum og getu nemenda. Námið er einstaklingsmiðað og geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á tímabilinu.
Á starfsbrautinni er unnið er út frá styrkleikum hvers og eins og áhersla er á að efla sjálfsmynd nemenda, auka félagsleg samskipti og undirbúa þá undir áframhaldandi nám við hæfi og/eða þátttöku á vinnumarkaði. Að námi loknu eiga nemendur að hafa fengið almennan undirbúning fyrir lífið og í grunnþáttum menntunar. Námið er á fyrsta þrepi, þ.e. almenn og hagnýt þekking sem miðast við stöðu hvers og eins. Möguleiki er á að nemendur taki áfanga á öðrum námsþrepum og námsbrautum, uppfylli þeir skilyrði þar um.
Starfsbraut Kvennaskólans tók til starfa haustið 2023 og er vinna við ritun námsbrautarinnar í gangi.
Deildarstjóri starfsbrautar er Elísa Davíðsdóttir, elisad(hjá)kvenno.is