ENSK1SC04 (enska) - Land og saga
Einingafjöldi: 4
1. þrep
Áfanginn leggur áherslu á að nemendur í samvinnu við hópinn, kynnist einu enskumælandi landi ágætlega, s.s. staðsetningu, náttúru, samfélagi, menningu og sögu. Lesin eru valin bókmenntaverk frá mismunandi enskumælandi löndum og tengsl þeirra við Ísland. Lokaverkefnið er að skipuleggja draumaferð til landsins. Áhersla er á að auðga enskan orðaforða og þjálfa nemendur í að nýta sér tæknina til gagns.
Þekkingarviðmið
Nemandinn skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- fjölbreyttum orðaforða í tengslum við efni áfangans
- mismunandi menningarheimum
- Mikilvægi þess að geta bjargað sér á ensku á ferðalögum og samskiptum erlendis
- lestri bókmenntatexta sem nýtast í áfanganum
- hvað þarf að skipuleggja þegar farið er í ferðalag
Leikniviðmið
Nemandinn skal hafa öðlast leikni í:
- Nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
- byggja upp og bæta við orðaforða sinn með mismunandi aðferðum
- nýta sér orðaforða sem tengist ferðamennsku og ferðalögum
- halda kynningu fyrir samnemendur og/eða kennara
- átta sig á hvar best sé að leita sér upplýsinga á netinu
- nýta sér orðaforða sem tengist ferðamennsku og ferðalögum
- nota ensku sér til framdráttar á ferðalögum
Hæfnisviðmið
Nemandinn skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til þess að:
- Sýna frumkvæði og sjálfstæði í notkun upplýsingatækni og hjálpargagna sem nýtast í tungumálanámi
- nota orðaforða og þekkingu í ensku við mismunandi aðstæður
- auka sjálfstraust og trú á eigin getu við að skilja og tjá sig á ensku
- lesa í umhverfi, samskipti, tilfinningar og reglur í þeim tilgangi að átta sig á hvað er viðeigandi hverju sinni
- geta nýtt sér tungumálið til að tjá sig í tengslum við ferðalög og ferðamennsku
Námsmat
Leiðsagnarmat er viðhaft í hverjum tíma. Fjölbreytt verkefni eru metin yfir önnina og áhersla lögð á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Virkni nemenda og mæting skiptir öllu máli.