Keðjan - nemendafélag

Nemendur Kvennaskólans í Reykjavík hafa með sér félag sem nefnist Keðjan og var stofnað í febrúar 1919. Keðjan vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Stjórn Keðjunnar er jafnframt nemendaráð skólans. Nemendaráðið tilnefnir fulltrúa nemenda í skólastjórn og skólanefnd og gerir tillögu til skólaráðs um upphæð nemendasjóðsgjalds.

Ýmsar gamlar hefðir lifa í félagslífi nemenda svo sem epladagurinn og eplaball og peysufatadagur. Tjarnardagar og dimission eru meðal þess sem nýrra er. Söngvakeppnin Rymja er árlegur viðburður og leikfélagið Fúría setur upp metnaðarfullar sýningar á hverju ári. Skólinn sendir einnig lið í keppnirnar Gettu betur og Morfís og gefið er út skólablaðið Heimasætan. Nemendafélagið Keðjan starfar á ábyrgð Kvennaskólans og bókhald félagsins er háð sömu reglum og endurskoðun og bókhald skólans.
Keðjan heldur úti heimasíðu slóðin er: www.kedjan.is.

Stjórn Keðjunnar skólaárið 2023-2024:
Embla María Möller Atladóttir - forseti Keðjunnar
Ólafur Karl Kolbeinss. Kvaran - gjaldkeri
Erlen Ísabella Evudóttir - markaðsstjóri
Sif Káradóttir - formaður margmiðlunarráðsins Unnar
Birgir Freyr Sigurjónsson - formaður skemmtinefndar
Ísabella Bieltvedt Jónsdóttir - formaður listanefndar
Unnur Elísabet Björnsdóttir - formaður leikfélagsins Fúríu
Steinar Petersen - formaður málfundafélagsins Loka 

Sigrún Steingrímsdóttir, sigrunst(hjá)kvenno.is er félagsmálafulltrúi og Ester Bergsteinsdóttir, esterb(hjá)kvenno.is er forvarnafulltrúi skólans.