Farsældarþjónusta

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi þann 1. janúar 2022. Meginmarkmið laganna er að skapa umgjörð sem stuðlar að því að börn og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Í lögunum kemur fram að nemendur undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra geti leitað til tengiliðar innan skólans.

Tengiliður veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu innan og utan skólans og beinir málum í réttan farveg eftir því sem þörf krefur. Foreldrar og börn geta, með aðstoð tengiliðar sett fram beiðni um samþætta þjónustu. Þá getur tengiliður óskað eftir upplýsingum frá þeim sem þjónusta barnið með það að markmiði að skipuleggja og fylgja eftir samþættri þjónustu við barnið. 

Nánari upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barna, sjá á heimasíðunni farsaeldbarna.is og í þessu stutta kynningarmyndbandi: 

Til að óska eftir samþættri þjónustu þurfa forráðamenn og/eða nemendur að hafa samband við tengiliði skólans. 

Ína Björk Árnadóttir
Náms- og starfsráðgjafi 
inaba@kvenno.is 
 Elísa Davíðsdóttir
 Deildarstjóri starfsbrautar
 elisad@kvenno.is 

 

Beiðni um samþætta þjónustu (eyðublað)

Hlutverk tengiliðar farsældar eru: 

  • Að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi og rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn.
  • Að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns og aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.
  • Að skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.