Kvennaskólinn í Reykjavík hefur í samvinnu við starfsfólk og nemendur sett sér gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi skólans.
Gildi Kvennaskólans í Reykjavík eru umhyggja, ábyrgð og fjölbreytileiki.
Umhyggja
Við berum umhyggju fyrir nemendum, samstarfsfólki og samfélaginu og miðum að því að skapa vinnuumhverfi þar sem virðing og fjölbreytni fær að njóta sín.
Ábyrgð
Við berum ábyrgð á námi okkar og starfi og höfum vönduð vinnubrögð, heiðarleika og fagmennsku að leiðarljósi í skólastarfinu.
Við leggjum áherslu á gagnkvæma ábyrgð innan skólans og gagnvart samfélaginu og umhverfinu.
Fjölbreytileiki
Við fögnum fjölbreytileikanum og berum virðingu fyrir mismunandi menningu og uppruna, þvert á kyn og stöðu einstaklinga.
Síðast breytt 16.01.2024