Náttúruvísindabraut

Á náttúruvísindabraut er lögð áhersla á gott almennt nám og þó einkum góða þekkingu á sviði stærðfræði, náttúru- og raunvísinda.
Brautin er góður undirbúningur undir frekara nám í náttúru- og raunvísindum, tæknigreinum og heilbrigðisvísindum.

Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að:

 • gera sér grein fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni
 • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
 • efla eigin sjálfsmynd og nýta styrkleika sína
 • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám
 • nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt
 • leita fullnægjandi raka fyrir skoðunum sínum og annarra
 • nýta sér góða almenna þekkingu á sviði stærðfræði, náttúru- og raunvísinda
 • beita vísindalegri hugsun og aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mælingar, mat, úrvinnslu og túlkun
 • geta fjallað um og tekið þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags
 • geta nýtt sér kunnáttu sína í náttúru- og raunvísindum í mögulegri framtíðarþróun
 • takast á við frekara nám, einkum í stærðfræði, náttúru- og raunvísindum, tæknigreinum og heilbrigðisvísindum.

námsbrautarlýsing: nemendur innritaðir í 1. bekk frá haustönn 2023

námsbrautarlýsing: Nemendur innritaðir í 1. bekk frá 2009         

Áfangalýsingar sjá hér