Algengar spurningar og svör

Hvar er skólinn staðsettur? 

Kvennaskólinn er við Tjörnina í miðbæ Reykjavíkur. Skólahúsin eru þrjú og standa við Fríkirkjuveg og Þingholtsstræti.
Nálægð við söfn og stofnanir er mikill kostur, til dæmis varðandi vettvangsheimsóknir og verkefnavinnu.
Hér sjá nákvæma staðsetningu.

Hvers vegna heitir skólinn Kvennaskólinn?

Kvennaskólinn í Reykjavík er einn allra elsti skóli landsins, stofnaður 1874, og í rúmlega hundrað ár var hann aðeins fyrir stúlkur.
Skólinn á sér langa og merkilega sögu sem við viljum varðveita sem best.
Í
dag er skólinn eins og hver annar framhaldsskóli þar sem fólk af öllum kynjum er velkomið.

 Er bekkjarkerfi eða áfangakerfi í skólanum? 

Það er bekkjarkerfi. Á þriðja árinu er hins vegar mikið um valáfanga og því er síðasta árið eins og blanda af áfanga- og bekkjarkerfi.

 Hver er inntökuskilyrðin? 

Ef umsóknir nýnema um skólavist í Kvennaskólanum eru fleiri en hægt er verða við er reiknuð meðaleinkunn íslensku, ensku og stærðfræði og umsóknum raðað eftir þeirri meðaleinkunn.
Til þetta hægt er einkunnunum gefið talnavægi: A fær vægið 4, B+ vægið 3,75, B fær 3, C+ verður 2,75 og C fær vægið 2. Ef margir nemendur hafa sömu meðaleinkunn í þessum þremur greinum er horft á fleiri þætti, sjá nánar hér.  

Hvaða námsbrautir eru í boði? 

Haustið 2023 verða tvær bóknámsbrautir í boði, náttúruvísindabraut og félagsvísindabraut. Þess ber að geta að tæplega fjórðungur námsins í Kvennó eru valgreinar. Þannig er hægt að hafa mikil áhrif á innihald stúdentsprófsins, óháð námsbraut Nánari upplýsingar um hverja braut finna hér

 Hvað eru margir nemendur í skólanum? 

Oftast eru á bilinu 600-650 nemendur í skólanum í skólanum á hverju ári. Nýnemar á 1. ári eru oftast í kringum 230 talsins.

 Hvað eru margir bekkir á hverri braut? 

Fjöldi bekkja á hverri braut fer eftir eftirspurn umsækjenda á hverju ári fyrir sig. Í hverjum árgangi eru oftast átta eða níu bekkir. 

 Hve margir nemendur eru í hverjum bekk? 

Almenna reglan er að taka inn 24 - 25 nemendur í hvern bekk á 1. ári.

 Hvað er átt við þegar talað er um "einingar"? 

Þá er átt við vinnuframlag nemanda í áfanga. Ein eining jafngildir 18-24 klukkustundum í vinnu, sjá nánar hér

 Fæ ég að ráða miklu um innihald námsins? 

Já, næstum því fjórðungur námsins eru valgreinar. Af 200 einingum til stúdentsprófs þá á nemandinn sjálfur að velja 43 einingar. Mjög margar valgreinar eru í boði og eins geta nemendur fengið metið inn námskrárbundið nám annars staðar frá, bæði á vegum skóla, íþróttasambanda og lengri námskeið hjá viðurkenndum aðilum, t.d. skyndihjálparnámskeið. Nemendur sem óska eftir mati þurfa að hafa samband við námstjóra eða aðstoðarskólameistara. 

Get ég fengið að skipta um bekk eftir að ég byrja í skólanum? 

Það er mjög flókið færa nemendur um bekk eftir búið er raða í bekki. Það heyrir til undantekninga hægt verða við slíkum óskum og fyrir því þurfa vera gildar ástæður. Náms- og starfsráðgjafar skólans veita nánari upplýsingar.

 Get ég skipt um námsbraut eftir að ég byrja í skólanum? 

Brautarskipti þarf að skoða í hverju tilfelli fyrir sig. Það fer eftir því hvort pláss sé laust á viðkomandi braut, hversu langt nemandi er kominn í námi og hvernig fyrra nám passar inn á viðkomandi braut. Náms- og starfsráðgjafar veita nánari upplýsingar.

 Get ég dreift náminu á meira en 3 ár? 

, það skipuleggja námið til lengri tíma og útskrifast eftir 3,5 eða eftir 4 ár. Það þarf ekki að ákveða fyrir fram hvenær stefnt er að útskrift. Þetta er mögulegt því hægt er að geyma valáfanga en fylgja bekkjarfélögum í kjarnagreinum. Sjá nánar hér.

 Hvernig er námsmatið í skólanum? 

Símat er mikið í skólanum, sem þýðir að álagið dreifist jafn og þétt yfir skólaárið.
Mikið er um verkefnavinnu, bæði einstaklings- og hópvinnu. Lokapróf eru haldin í mörgum greinum, sérstaklega kjarnagreinum, en vægi þeirra er oftast undir 50% því heildareinkunn byggir á fjölbreyttu námsmati.

 Er hægt að sækja um inngöngu á vorönn eða takið þið bara inn á haustin? 

Það heyrir til undantekninga og er háð því að pláss losni hjá okkur. Það er sjaldgæft að nemendur hætti á miðju skólaári hjá okkur en þó eru fordæmi fyrir slíku. Til að vera á “biðlista” þarf að senda erindi á skólameistara Kvennaskólans.

 Hver eru innritunargjöldin? 

Skólameistari ákveður upphæð innritunargjalds en mennta- og menningarmálaráðuneyti ákveður í reglugerð hámarksupphæð þess. Litið er á innritunargjald sem staðfestingu á skólavist. Gjaldskrá skólans sjá hér.

 Er mötuneyti í skólanum? 

, það er rekið mötuneyti í skólanum. Þar er hægt að kaupa bæði heitar og kaldar máltíðir á sanngjörnu verði. Nánari upplýsingar má finna hér.

 Get ég fengið tónlistarnám metið til eininga? 

, ef það er námskrárbundið nám, sjá nánar hér.

 Má ég sleppa skólaíþróttum ef ég æfi íþróttir? 

Nemendur sem stunda umfangsmikla þjálfun geta sótt um sleppa verklegum þætti íþrótta, sjá nánar hér.

Get ég fengið listdansnám og myndlist metið til eininga? 

Já, ef það er námskrárbundið nám. Sjá nánar hér

 Get ég fengið metna framhaldsskólaáfanga sem ég tók í grunnskóla? 

Nemandi sem stundað hefur nám í öðrum framhaldsskóla á rétt á því að fá nám metið til eininga á sama hæfniþrepi í Kvennaskólanum ef áfanginn passar inn í námskrá og námsbrautarlýsingu, sjá nánar hér. Nemendur sem óska eftir mati þurfa að hafa samband við námstjóra eða aðstoðarskólameistara. 

 Hvar er aðstaða til að læra í skólanum? 

Hægt er að læra á nokkrum stöðum í skólanum. Á bókasafninu er fjölbreytt aðstoð og aðstaða (sjá nánar hér). Vinnuaðstaða fyrir nemendur er einnig á jarðhæð í Miðbæjarskólanum og á fyrir framan kennslustofurnar á efri hæðinni í Uppsölum (Þingholtsstræti 37). 

 Verð ég að hafa fartölvu til umráða á meðan ég er nemandi í skólanum? 

Það er ekki skylda en mjög æskilegt því tölvur eru mjög mikið notaðar í verkefnavinnu. Hægt er að hafa samband við námstjóra ef nemandi hefur ekki aðgang að tölvu heima fyrir. 

 Er tekið tillit til námserfiðleika, t.d. lesblindu og ADHD? 

Já en þá þarf að ræða við náms- og starfsráðgjafa í upphafi skólagöngu svo hægt sé að finna út hvernig aðstoð virkar best. Í Kvennaskólanum fá allir nemendur lengdan próftíma þannig að ekki þarf að sækja sérstaklega um slíkt. Hins vegar er hægt að sækja um að fá að taka próf í sérstofu ef nemendur þurfa á slíku að halda. Sótt er um slíkt hjá náms- og starfsráðgjöfum og skila þarf inn gögnum til staðfestingar, sbr. vottorðum frá sérfræðingum. Umsóknarfrestur er auglýstur á hverri önn. 

 Er boðið upp á einhverja námsaðstoð t.d. aukatíma? 

Já, boðið er upp á aukatíma í stærðfræði fyrir nemendur í öllum stærðfræðiáföngum, sjá upplýsingar hér. Einnig er nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku, eða hafa dvalist langdvölum erlendis boðið uppá aukatíma í íslensku. Námstjóri og fagstjóri í íslensku senda nýnemum og forráðamönnum póst með upplýsingum í aukastuðning í íslensku byrjun skólaárs. 

Hvernig er félagslífið? 

Það er alltaf nóg um að vera hjá Keðjunni, nemendafélagi Kvennaskólans. Ýmsar hefðir eru ómissandi á hverju ári, svo sem epladagurinn og peysufatadagur, Tjarnardagar og dimission. Söngvakeppnin Rymja er árlegur viðburður og leikfélagið Fúría setur upp metnaðarfullar sýningar á hverju ári. Skólinn hefur einnig staðið sig frábærlega í Gettu betur og Morfís. Mjög margar nefndir og ráð eru starfandi innan nemendafélagsins. Nánari upplýsingar um félagslífið hér og á samfélagsmiðlum: Facebook og Instagram

 Kostar eitthvað að taka þátt í félagslífinu? 

Já, það kostar 6500 krónur að vera í nemendafélaginu og það er innheimt með innritunargjöldum. Gjaldið er notað til að niðurgreiða starfsemina og því þarf bara að greiða aðgangseyri á einstaka skemmtanir.
Það má sleppa því að greiða gjaldið ef nemandi ætlar sér ekki að taka þátt í starfi nemendafélagsins en þá þarf nemandinn að greiða dýrari aðgangseyri á skemmtanir og getur ekki tekið þátt í klúbbastarfi eða öðru á vegum nemendafélagsins.

 Ég bý úti a landi, get ég sótt um jöfnunarstyrk? 

Já, framhaldsskólanemar sem eru í námi fjarri sinni heimabyggð eiga rétt á jöfnunarstyrk að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Nánari upplýsingar má finna á vef menntasjóðs námsmanna, sjá hér.

 Hvernig sæki ég um skólavist? 

Menntamálastofnun sér um innritunarmál fyrir framhaldsskóla, bæði fyrir 10. bekkinga og eldri nemendur. Kvennaskólinn er bara með opið fyrir umsóknir á haustönn á umsóknarvef Menntamálastofnunar, www.menntagatt.is
Ef eldri nemendur vilja sækja um á miðju skólaári, þá skal hafa samband beint við skólameistara.

 Þarf ég að senda kynningarbréf með umsókn? 

Nei, það þarf ekki að senda kynningarbréf með umsókn 

 Get ég komist inn í 2. bekk eða 3. bekk ef ég vil breyta um framhaldsskóla á miðri skólagöngu? 

Já, á hverju ári getum við tekið inn nokkra nemendur á 2. ár, jafnvel á 3. ár. Hvort þú kemst inn er háð mörgum þáttum, s.s. hvort það hafi losnað pláss hjá okkur og hvort námið sem þú ert búin/ með passi inn í námsskipulag okkar brauta.
Umsóknir þurfa að berast í gegnum vef Menntamálastofnunar skv. umsóknarfresti hverju sinni, sjá nánar hér https://mms.is/innritun-i-framhaldsskola

 Hvert er hlutverk foreldra/forráðamanna í skólastarfinu? 

Við leggjum áherslu á gott samstarf við foreldra/ forráðamenn nemenda. Til dæmis er mikilvægt að fylgjast vel með á Innu og styðja sem best við nemendur. Foreldraráð er starfandi við skólann. Hlutverk þess er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann. Sjá nánar hér.

 Kynningarmyndband um Kvennaskólann 

Kynningarmynd 

 

 

 Kynningarbæklingur

Kynningarbæklingur