Reglur um námsframvindu

Námstími til stúdentsprófs er 3-4 ár. Nemandi sem ætlar að ljúka náminu á þremur árum þarf að jafnaði að ljúka um 67 einingum á hverju skólaári. Ef nemandi kýs að vera 3,5 eða 4 ár geta einingar hvers skólaárs verið færri.

Til að mega flytjast á milli námsára þarf nemandi að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1.  Aðaleinkunn, sem er vegið meðaltal lokaeinkunna allra áfanga skólaársins, þarf að vera að lágmarki 5,0.
  2.  Lokaeinkunn hvers áfanga má ekki vera lægri en 5.
  3.  Ljúka verður a.m.k. 50 einingum á skólaári.
  4.  Ljúka verður öllum áföngum sem kjarnaáfangar næsta skólaárs byggja á.