Reglur um skólasókn

 • Nemendur bera ábyrgð á eigin námi og þar með viðveru í kennslustundum. Þeim ber sjálfum að fylgjast með skólasókn sinni í Innu og skulu þekkja þær reglur sem gilda um skólasókn.

 • Skólasókn nemanda er birt í Innu. Nemendur og forráðamenn nemenda undir 18 ára aldri geta séð skólasókn sína í Innu.

 • Kennarar skrá viðveru samdægurs í Innu og er viðveran aðgengileg nemendum og forráðamönnum ólögráða nemenda. Inna sýnir annars vegar raunmætingu, það er hvaða tíma nemandi hefur sótt og hins vegar mætingu þegar veikindi og leyfi hafa verið dregin frá.

 • Nemendur skulu mæta stundvíslega og undirbúnir í allar kennslustundir sem þeir eru skráðir í.

 • Komi nemandi of seint í tíma er skráð seint (S). Séu liðnar 15 mínútur af kennslustundinni þegar nemandi mætir er skráð fjarvist (F).

 • Fjarvist úr einni kennslustund (F) gildir sem eitt fjarvistastig og seinkoma (S) gildir sem 0,33 fjarvistastig.

 • Ef nemendur vilja gera athugasemd við fjarvistaskráningu sína í Innu þá verða þeir að koma henni skriflega til viðkomandi kennara. Geri nemandi ekki athugasemd við mætingarskráningu innan við viku telst hún rétt.

 • Veikindi og önnur förföll ber að tilkynna samdægurs í gegnum Innu, sjá nánari reglur og leiðbeiningar hér: VeikindiLeyfi

 • Úttekt er gerð á skólasókn nemenda þrisvar til fjórum sinnum á önn og í framhaldi af því eru veittar áminningar ef þeirra er þörf. Áminningar eru einnig sendar til forráðamanna nemenda undir 18 ára aldri.

 • Fari raunskólasókn niður fyrir 80% um leið og hún er undir 90% með vottorðum og leyfum fer eftirfarandi ferli í gang: 1) Munnleg áminning umsjónarkennara, 2) Skrifleg áminning námstjóra, 3) úrsögn úr skóla. Unnt er að sækja um endurinnritun einu sinni á námsferlinum.

 • Deildir hafa heimild til að setja sérstök ákvæði um skólasókn og aðra ástundun. Slík ákvæði skulu tilgreind í námsáætlun einstakra áfanga.

 • Nemendur í fullu námi (25-37 einingar á önn) geta fengið eina einingu á önn fyrir skólasókn ef raunmæting er 96% eða hærri. Nemandi getur að hámarki fengið 5 einingar fyrir skólasókn á námsferli sínum. Einingar fyrir skólasókn koma inn sem valeiningar.

 • Skólasókn, mæting þegar búið er að taka tillit til veikinda og leyfa er birt á stúdentsskírteini nemenda.

 • Öll frávik frá reglum um skólasókn eru í höndum skólastjórnenda.

 • Skólasóknarreglur eru birtar með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða og auglýstar eru ef svo ber til.

Síðast uppfært 20. júní 2024.

Veikindi

Forráðamenn ólögráða nemenda tilkynna veikindi nemenda í Innu. Lögráða nemendur tilkynna sjálfir veikindi í Innu. Veikindatilkynning skal berast skólanum fyrir kl. 10:00 hvern virkan dag sem veikindi vara. Sjá leiðbeiningar um skráningu veikinda í Innu hér. Ekki er hægt að skrá veikindi afturvirkt. Ef Inna er ekki aðgengileg þá er hægt að senda póst til áfangastjóra (bjorkth@kvenno.is). 

Skila þarf vottorði ef veikindaskráningar eru fleiri en 60 kennslustundir á önn. Vottorðum skal skila á skrifstofu skólans (kvennaskolinn@kvenno.is) eða til áfangastjóra.

Nemendur sem eiga við langvinna eða þráláta sjúkdóma að stríða eða verða fyrir áföllum sem hamla skólagöngu þeirra verða að hafa nána samvinnu við náms- og starfsráðgjafa skólans við skipulagningu námsins.

Skila þarf læknisvottorði sem staðfestir langvinn veikindi og skal það endurnýjað á hverri önn.

Leyfi

Gert er ráð fyrir að nemendur sinni persónulegum erindum sínum utan skólatíma. Sé það ekki unnt og erindið mjög brýnt geta forráðamenn ólögráða nemenda og lögráða nemendur sótt um leyfi rafrænt í Innu samdægurs. Skilyrði fyrir leyfisveitingu er að nemandi mæti að öðru leyti vel í skólann og geri sér grein fyrir skyldum sínum og ábyrgð og bent er á að fjarvera úr kennslustundum getur haft áhrif á námsárangur.

Athugið að kennarar veita ekki leyfi. Öll leyfi er skráð á skrifstofu skólans eða hjá áfangastjóra.

Skammtímaleyfi (einn dagur eða minna): Forráðamenn ólögráða nemenda og lögráða nemendur geta sótt um skammtímaleyfi) að morgni dags í gegnum Innu. Þegar sótt er um leyfi þarf alltaf að skrá skýringu.

Forráðamenn ólögráða nemenda og lögráða nemendur geta sótt skriflega um leyfi til áfangastjóra (bjorkth@kvenno.is) vegna leyfa sem vara tvo daga eða lengur.
Sækja þarf um leyfi fyrirfram.

Hægt er að sækja um leyfi: 

 • Vegna fráfalls náins ættingja eða vinar
 • Vegna starfa á vegum nemendafélagsins Keðjunnar
 • Vegna rökstuddrar umsóknar um brýn erindi frá nemenda og/eða forráðamanni

Um afreksfólk (íþróttir, tónlist) gilda ákvæði aðalnámskrá framhaldsskóla. Leyfi vegna keppna eða ferða á vegum íþróttafélags er veitt ef staðfesting frá þjálfara/sérsambandi liggur fyrir. Umsókn um slík leyfi skal senda til áfangastjóra.

 

Merkingar í Innu

M = Mætt í kennslustund
S = Seinkoma
F = Fjarverandi 
V = Veikindi
L = Leyfi 
N = Nemendafélagsstörf 
R = Vísað úr kennslustund 
U = Viðburður á vegum skólans / Nám utan skólastofu 
I = Landsliðsverkefni 
T = Námstengt (tónlistar- eða listnám) 
A = Árekstur í tíma
K = Kennari veikur eða í leyfi
X = Nemandi á ekki að vera