Lokamarkmið náms

Lokamarkmið bóknámsbrauta skólans er stúdentspróf. Nemandi telst hafa lokið stúdentsprófi hafi hann lokið 200 einingum samkvæmt námsskipulagi viðkomandi brautar með tilskildum árangri, þ.e lokaeinkunn hvers áfanga verður að vera 5 eða hærri og aðaleinkunn, vegið meðaltal allra lokaeinkunna, verður að vera 5,0 eða hærri.
Þó er heimilt að ljúka tveimur áföngum með lokaeinkunninni 4.

Almenn lokamarkmið skólans eru að nemendur:

  • séu undirbúnir fyrir virka þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi
  • búi yfir félagslegri og borgaralegri hæfni
  • sýni frumkvæði og ábyrgð og hafi sjálfstraust
  • búi yfir siðferðisvitund, víðsýni og umburðarlyndi
  • hafi öðlast gagnrýna og skapandi hugsun
  • geti beitt þeim vísindalegu vinnubrögðum sem kennd eru í framhaldsskóla
  • geti notað þekkingu sína og færni til að vinna að margvíslegum verkefnum
  • séu færir um að leita lausna í samvinnu við aðra
  • hafi gott vald á upplýsingatækni
  • hafi gott vald á tjáningu bæði í ræðu og riti
  • kunni að njóta menningarlegra verðmæta
  • hafi öðlast vitund og ábyrgð gagnvart umhverfi sínu
  • séu vel undirbúnir fyrir frekara nám.

Á stúdentsprófsskírteini koma fram lokaeinkunnir allra áfanga öll námsárin í skólanum og skólasókn hvers árs í prósentum.