- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Bókasafnið þjónustar nemendur, kennara og starfsfólk skólans. Nemendur geta fengið aðstoð við upplýsingaleit og við að finna heimildir vegna verkefna. Heimildir eru af ýmsu tagi, á prenti, á netinu og í gagnasöfnum.
Smelltu hér til að leita í bókasafnskerfi skólans
Á heimasíðu Ritvers Háskóla Íslands má finna aðgengilegar upplýsingar varðandi ritgerðarsmíð og heimildanotkun. Bæði leiðbeiningar fyrir APA- og Chicaco-kerfið. Þegar að kemur á skráningu heimilda er afar mikivægt að vandað sé til verka. Mjög mikilvægt er að nemendur blandi kerfum ekki saman heldur haldi sig við sama kerfið í sömu ritgerð eða verkefni.
Á heimasíðu Háskólans í Reykjavík má finna upplýsingar um uppsetningu og notkun á heimildaskráningarforritinu Zotero sem hjálpar til við að halda utan um heimildir, gera tilvísanir í texta og búa til heimildaskrá.
Hér má sjá leiðbeiningar um heimildaskráningu í word.
Upplysingalæsi.is er kennsluvefur í upplýsingalæsi sem er ætlaður nemendum á háskólastigi, en getur einnig nýst vel fyrir framhaldsskólanemendur sem vilja efla færni sína á þessu sviði.
Heimasíða Háskóla Íslands um notkun á gervigreind. Um notkun gervigreindar gilda sömu reglur og um notkun allra annarra heimilda og aðstoðar í námi. Vísa þarf til heimilda og fylgja þarf fyrirmælum kennara.
Kvennaskólinn í Reykjavíkur hefur sett reglur um heiðarleika og vönduð vinnubrögð sjá hér.