Leitir.is veitir upplýsingar um, og aðgang að, margs konar vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni frá íslenskum bóka-, ljósmynda-, lista- og minjasöfnum. Hægt er að finna bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlist, myndefni, ljósmyndir, muni, listaverk o.fl.
Hvar.is. Bókasafn Kvennaskólans er meðal safna sem greiðir fyrir Landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Á hvar.is er aðgangur að heildartexta greina um 20.000 tímarita. Þar má leita í fjölmörgum gagnasöfnum, alfræðiritum og orðabókum.
Britannica Academic. Yfirgripsmikið og vandað alfræðirit sem nær yfir safn valinna vefsíðna á netinu.
ProQuest Central. Þverfaglegt gagnasafn með fjölda gagnagrunna þar sem hægt er að finna heildartexta margra tímarita ásamt töflum og myndum.
Openaccess.is. Vefur Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafnsins um opinn aðgang að vísindaefni og rannsóknarniðurstöðum.
Timarit.is. Starfrænt safn sem veitir aðgang að íslenskum blöðum og tímaritum. Blöðin og tímaritin hafa að geyma, auk almenns fréttaefnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ættfræði, þjóðlífs, menningar, atvinnuvega og viðskipta.