Gagnasöfn á netinu

  • Leitir.is veitir upplýsingar um, og aðgang að, margs konar vísinda-, fræðslu- og afþreyingarefni frá íslenskum bóka-, ljósmynda-, lista- og minjasöfnum. Hægt er að finna bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlist, myndefni, ljósmyndir, muni, listaverk o.fl. 
  • Hvar.is. Bókasafn Kvennaskólans er meðal safna sem greiðir fyrir Landsaðgang að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Á hvar.is er aðgangur að heildartexta greina um 20.000 tímarita. Þar má leita í fjölmörgum gagnasöfnum, alfræðiritum og orðabókum. 
  • Britannica Academic. Yfirgripsmikið og vandað alfræðirit sem nær yfir safn valinna vefsíðna á netinu. 
  • ProQuest Central. Þverfaglegt gagnasafn með fjölda gagnagrunna þar sem hægt er að finna heildartexta margra tímarita ásamt töflum og myndum. 
  • Openaccess.is. Vefur Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafnsins um opinn aðgang að vísindaefni og rannsóknarniðurstöðum. 
  • Sage Journals Online. Aðgangur að heildartexta tímarita á öllum fræðasviðum. 
  • Timarit.is. Starfrænt safn sem veitir aðgang að íslenskum blöðum og tímaritum. Blöðin og tímaritin hafa að geyma, auk almenns fréttaefnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ættfræði, þjóðlífs, menningar, atvinnuvega og viðskipta.