- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Samkvæmt lögum um framhaldsskóla (nr. 92/2008) er markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í framhaldsskólum að:
Mat á skólastarfi í framhaldsskóla er tvíþætt: Annars vegar er um að ræða innra mat sem skólar framkvæma sjálfir. Hins vegar er um að ræða ytra mat sem utanaðkomandi aðili vinnur á vegum ráðuneytis mennta- og barnamála eða annarra aðila.
Í reglugerð um mat og eftirlit í framhaldsskólum (700/2010) er innra mat skilgreint:
Í ytra mati felst að utanaðkomandi aðili leggur mat á starfsemi viðkomandi skóla með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrám. Er það meðal annars gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um starfsemi skóla, heimsóknum úttektaraðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra.
Á hverju ári ákveður ráðuneyti fjölda og hvaða framhaldsskólar eru metnir, samanber lög nr. 92/2008 um framhaldsskóla, gildandi reglugerðir um mat og eftirlit og þriggja ára áætlanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úttektir á þessu skólastigi. Meta skal framhaldsskóla á fimm ára fresti skv. 42. gr. fyrrnefndra laga.
Í matsteymi skólans eiga sæti: Skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóra (verkefnastjóri sjálfsmats), tveir fulltrúar kennara, tveir fulltrúar foreldra og tveir fulltrúar nemenda.