Tölvumál

Tölvu- og tækniaðstoð fyrir nemendur sjá hér

Allir nemendur fá tölvupóstfang (@kvenno.is) og hafa aðgang að tölvukerfi skólans með notendanafni. Nemendur með fartölvur/spjaldtölvur eða snjallsíma fá aðgang að þráðlausu neti skólans. 

Nemendur fá aðgang að Office365 þar sem hægt er að nálgast Office pakkann án endurgjalds meðan að nemendur eru í námi. Office pakkinn inniheldur m.a. eftirfarandi forrit: Outlook, OneDrive, Word, Excel, PowerPoint og Teams. Aðgangur að Office365 er kvennónetfangið (notendanafnið) og lykilorð. 

Lykilorð í Office:

Fara inn á vefsíðuna: https://lykilord.menntasky.is

  • Skrá þig inn með rafrænum skilríkjum. 
  • Velja skóla "Kvennaskólinn í Reykjavík" 
  • Búa til lykilorð. Passa að lykilorðið verður að vera minnst 10 stafir, með stórum og litlum staf, tölu og tákni. 

Nemendur sem eru ekki með rafræn skilríki geta farið á skrifstofu skólans og látið útbúa lykilorð. 

Að ná í Office pakkann: 

  • Á heimasíðu skólans (forsíða) er flýtileiðin O365
  • Sláðu inn Kvennó netfangið þitt (@kvenno.is) og lykilorð og smelltu á „Sign in“
  • Smelltu á „Install Office apps“ og fylgdu leiðbeiningum. 
    Microsoft Office Download and Install Guide

Hér er hlekkur á kennslumyndbönd:  „Microsoft 365 Training"

Reglur um notkun á tölvubúnaði: Tölvukerfi skólans er ætlað til námsins, það er ekki hugsað sem leiktæki og því síður til að hlaða niður tónlist, myndböndum eða öðru ónámstengdu efni. Reglulega er fylgst með notkun nemenda, verður þeim sem ekki virða þessar reglur send aðvörun og í framhaldi af því ef ekki er breytt til betri vegar er málinu vísað til skólameistara.