Reglur um stöðupróf í erlendum tungumálum

Hver getur tekið stöðupróf?
Stöðupróf í erlendum tungumálum eru fyrir nemendur sem hafa búið í lengri tíma í landi þar sem tungumálið er talað eða hafa tungumálið að móðurmáli. Nemendur sem uppfylla þessi skilyrði geta óskað eftir því að taka stöðupróf með því að skrá sig á lista hjá áfangastjóra. Nemendur þurfa að greiða fyrir stöðuprófin og fer upphæðin eftir gjaldskrá viðkomandi skóla og/eða stofnunar. 

Stöðupróf í tungumálum sem kennd eru í Kvennaskólanum. 
Upplýsingar um stöðumat í erlendum tungumálum sem kennd eru í Kvennaskólanum (danska, enska, franska og þýska) veitir áfangastjóri.  Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta óskað eftir stöðumati í þessum tungumálum með því að skrá sig hjá áfangastjóra. 

Nemendur í samráði við áfangastjóra geta skráð sig í eftirfarandi stöðupróf: 

  • TOEFL próf (Test of English as a Foreign Language) og fengið metið í stað stöðuprófs í ensku. Sjá upplýsingar um TOEFL prófið hér
  • DELF-DALF stöðupróf í frönsku sem Alliance Française í Reykjavík býður upp á og fengið metið í stað stöðumats í frönsku. Sjá upplýsingar hér

Stöðupróf í tungumálum sem ekki eru kennd í Kvennaskólanum 
Margir framhaldsskólar halda stöðupróf í ýmsum tungumálum og eru þau opin fyrir nemendur annarra framhaldsskóla. Nemendur sem óska eftir því að taka stöðupróf í tungumálum sem ekki eru kennd í Kvennaskólanum þurfa að skrá sig á lista hjá áfangastjóra. Áfangastjóri sendir tölvupóst í gegnum Innu með upplýsingum um auglýst stöðupróf og nemendur sjá sjálfir um að skrá sig. Upplýsingar um stöðupróf í öðrum skólum eru einnig settar á heimasíðu skólans. Mikilvægt er að skrá sig í stöðupróf þegar þau eru auglýst þar sem þau eru ekki öll haldin árlega.