Mat á íþróttum

Nemandi, sem stundar umfangsmikla líkamsþjálfun og hreyfingu á vegum sérsambands og/eða íþróttafélags innan ÍSÍ (og er þátttakandi í Íslands- og/eða bikarmótum á þeirra vegum), getur óskað eftir undanþágu frá verklegum hluta í íþróttum, líkams- og heilsurækt. Viðkomandi nemandi þarf að stunda æfingar undir stjórn sérmenntaðs þjálfara, íþróttafræðings eða kennara. Skyldumæting er fyrir alla nemendur með íþróttamat í bóklegar kennslustundir í íþróttum.

Nemendum, sem af einhverjum ástæðum er ókleift að stunda verklegar kennslustundir í íþróttum, ber að leggja fram fullgilt læknisvottorð við upphaf hvers námsárs og skila inn staðfestingu um sérhæfða þjálfun/endurhæfingu frá sjúkraþjálfara í lok annar. Skyldumæting er í bóklegar kennslustundir í íþróttum fyrir alla nemendur sem eru með læknisvottorð í íþróttum.