Mat á íþróttum

Nemendur á félags- og náttúruvísindabraut taka áfanga í heilsulæsi (HEIL) á hverri önn, alls 6 einingar á námstímanum. 

Nemendur í heilsulæsi þurfa ekki að sækja formlega um íþróttamat. Nemendur í keppnisíþróttum skila staðfestingu frá þjálfara um ástundun í skilahólf á INNU: Verkefni utan skóla. Skjal fyrir staðfestingu frá þjálfara er vistað í Innu undir Efni. Nánari upplýsingar hjá fagstjóra, Ástu Skæringsdóttur astas(hjá)kvenno.is 

 

Nemendum, sem af einhverjum ástæðum er ókleift að stunda verklegar kennslustundir, ber að leggja fram fullgilt læknisvottorð við upphaf hvers námsárs og skila inn staðfestingu um sérhæfða þjálfun/endurhæfingu frá sjúkraþjálfara í lok annar. Skyldumæting er í bóklegar kennslustundir í heilsulæsi fyrir alla nemendur sem eru með læknisvottorð.