Kynning á Kvennaskólanum

 

Einkenni og áherslur                                                               

  • Bekkjarkerfi
  • Fjölbreytt félagslíf
  • Sveigjanleiki í námshraða
  • Mikið val um námsgreinar
  • Gott aðhald í námi
  • Hlýlegt vinnuumhverfi í hjarta miðborgarinnar
  • Jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing
  • Markviss undirbúningur fyrir framhaldsnám

Opið hús var miðvikudaginn 20. mars. 

 
Myndbönd

Almennt um Kvennaskólann                                                  

Félagslífið
 

Skólaumhverfið                                                                       
     

Námið 


Annað kynningarefni 


Hvað segja útskrifaðir um námið í Kvennó? 
                     

Niðurstöður ánægjukönnunar meðal nýnema og foreldra
 

 Spurt og svarað

Hvar er skólinn staðsettur?

Kvennaskólinn er við Tjörnina í miðborg Reykjavíkur. Skólahúsin eru þrjú og standa við Fríkirkjuveg og Þingholtsstræti. Sjá nánar hér

Er bekkjarkerfi eða áfangakerfi í skólanum?

Það er bekkjarkerfi. Á þriðja árinu er hins vegar mikið um valáfanga og því er síðasta árið eins og blanda af áfanga- og bekkjarkerfi.

Hvers vegna heitir skólinn Kvennaskólinn?

Kvennaskólinn í Reykjavík er einn allra elsti skóli landsins, stofnaður 1874, og í rúmlega hundrað ár var hann aðeins fyrir stúlkur. Skólinn á sér langa og merkilega sögu sem við viljum varðveita sem best. Í dag er skólinn eins og hver annar framhaldsskóli þar sem fólk af öllum kynjum er velkomið.

Hver eru inntökuskilyrðin?

Ef umsóknir nýnema um skólavist í Kvennaskólanum eru fleiri en hægt er að verða við er reiknuð meðaleinkunn greinanna íslensku, ensku og stærðfræði og umsóknum raðað eftir þeirri meðaleinkunn, sjá nánar hér
Nemendur geta óskað eftir því að taka íslensku sem annað tungumál í stað íslensku og verður þá ekki horft til einkunnar í íslensku við úrvinnslu umsóknar. Í staðinn verður litið til einkunna í náttúrufræði og samfélagsfræði.

Hvaða námsbrautir eru í boði?

Tvær bóknámsbrautir eru í boði, náttúruvísindabraut og félagsvísindabraut. Þess ber að geta að tæplega fjórðungur námsins í Kvennó eru valgreinar. Þannig er hægt að hafa mikil áhrif á innihald stúdentsprófsins, óháð námsbraut. Starfsbraut er einnig í boði í Kvennaskólanum.  Nánari upplýsingar um hverja braut finna hér

Hvað eru margir nemendur í skólanum?

Oftast eru á bilinu 600-650 nemendur í skólanum í skólanum á hverju ári. Nýnemar á 1. ári eru oftast í kringum 230 talsins.

Hvað eru margir bekkir á hverri braut?

Fjöldi bekkja á hverri braut fer eftir eftirspurn umsækjenda á hverju ári fyrir sig. Í hverjum árgangi eru oftast átta eða níu bekkir.

Fæ ég að ráða miklu um innihald námsins?

Já, næstum því fjórðungur námsins eru valgreinar. Af 200 einingum til stúdentsprófs þá á nemandinn sjálfur að velja 43 einingar. Mjög margar valgreinar eru í boði og eins geta nemendur fengið metið inn námskrárbundið nám, bæði á vegum skóla, íþróttasambanda og lengri námskeið hjá viðurkenndum aðilum, t.d. skyndihjálparnámskeið.

Hver eru innritunargjöldin?

Skólameistari ákveður upphæð innritunargjalds en mennta- og menningarmálaráðuneyti ákveður í reglugerð hámarksupphæð þess. Litið er á innritunargjald sem staðfestingu á skólavist. Gjaldskrá skólans sjá hér.

Hvernig er námsmatið í skólanum?

Símat er mikið í skólanum, sem þýðir að álagið dreifist jafn og þétt yfir skólaárið. Mikið er um verkefnavinnu, bæði einstaklings- og hópvinnu. Lokapróf eru haldin í mörgum greinum, sérstaklega kjarnagreinum, en vægi þeirra er oftast undir 50% því heildareinkunn byggir á fjölbreyttu námsmati.

Hvernig er félagslífið?

Það er alltaf nóg um að vera hjá Keðjunni, nemendafélagi Kvennaskólans. Ýmsar hefðir eru ómissandi á hverju ári, svo sem epladagurinn og peysufatadagur, Tjarnardagar og dimission. Söngvakeppnin Rymja er árlegur viðburður og leikfélagið Fúría setur upp metnaðarfullar sýningar á hverju ári. Skólinn hefur einnig staðið sig frábærlega í Gettu betur og Morfís. Mjög margar nefndir og ráð eru starfandi innan nemendafélagsins. Nánari upplýsingar um félagslífið hér og á samfélagsmiðlum: Facebook og Instagram.

Get ég fengið framhaldssk.áfanga metna úr grunnskóla?

Nemandi sem stundað hefur nám í öðrum framhaldsskóla á rétt á því að fá nám metið til eininga á sama hæfniþrepi í Kvennaskólanum ef áfanginn passar inn í námskrá og námsbrautarlýsingu, sjá nánar hér.

Get ég fengið tónlistarnám metið til eininga?

, ef það er námskrárbundið nám, sjá nánar hér.

Get ég fengið listdansnám og myndlist metið til eininga?

Já, ef það er námskrárbundið nám. Sjá nánar hér

ég sleppa skólaíþróttum ef ég æfi íþróttir?

Nemendur á félags- og náttúruvísindabraut taka áfanga í heilsulæsi á hverri önn. Nemendur í keppnisíþróttum skila staðfestingu frá þjálfara þegar skila á inn verklegum æfingum, sjá nánar hér.

Er tekið tillit til námserfiðleika, t.d. lesblindu og ADHD?

Já en þá þarf að ræða við náms- og starfsráðgjafa í upphafi skólagöngu svo hægt sé að finna út hvernig aðstoð virkar best. Í Kvennaskólanum fá allir nemendur lengdan próftíma þannig að ekki þarf að sækja sérstaklega um slíkt. Hins vegar er hægt að sækja um að fá að taka próf í sérstofu ef nemendur þurfa á slíku að halda.

Er boðið upp á einhverja námsaðstoð, t.d. aukatíma?

Já, boðið er upp á aukatíma í stærðfræði fyrir nemendur í öllum stærðfræðiáföngum. Einnig er nemendum sem hafa annað móðurmál en íslensku, eða hafa dvalist langdvölum erlendis boðið uppá stuðningstíma í íslensku á 1. ári.

Þarf ég að senda kynningarbréf með umsókn?

Nei, það þarf ekki að senda kynningarbréf með umsókn.

Verð ég að hafa fartölvu til umráða sem nemandi?

Það er ekki skylda en mjög æskilegt því tölvur eru mjög mikið notaðar í verkefnavinnu. Hægt er að hafa samband við námstjóra ef nemandi hefur ekki aðgang að tölvu heima fyrir.
Kynning á félagslífinu frá opnu húsi 2022

 

Kynning á náminu frá opnu húsi fyrir 10. bekkinga

Smelltu fyrir facebook Smelltu fyrir instagram

Umsókn um skólavist