Launastefna

Skólameistari ber ábyrgð á launastefnu Kvennaskólans í Reykjavík sem byggist á jafnlaunastefnu og jafnréttisáætlun skólans. Markmiðið er að tryggja að öllum kynjum séu greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf í samræmi við ÍST 85:2012. Fjármála- og skrifstofustjóri er fulltrúi stjórnenda varðandi jafnlaunakerfi og er ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi þess í samræmi við staðalinn ÍST 85:2012.

Kvennaskólinn greiðir laun sem taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um hæfni, ábyrgð og álag í samræmi við starfaflokkun skólans og gildandi kjarasamninga, þar með talið stofnanasamninga.

  • Skólameistari, í samráði við aðstoðarskólameistara og fjármála- og skrifstofustjóra, ber formlega ábyrgð á öllum launaákvörðunum og gætir þess að samræmis sé gætt við alla ákvarðanatöku þar um.
  • Launaákvarðanir skulu byggðar á gagnsæjum og málefnalegum forsendum, í samræmi við kjarasamninga og starfslýsingar sem skulu vera til fyrir öll störf. Launaákvarðanir skulu tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sambærileg og jafn verðmæt störf.
  • Í starfslýsingu komi fram þær kröfur sem gerðar eru til viðkomandi starfs.
  • Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af viðmiðum starfaflokkunar samkvæmt jafnlaunastaðli.


Starfsfólk getur óskað eftir viðtali við skólameistara um endurskoðun launa. Telji skólameistari þörf á endurskoðun vísar hann rökstuðningi þar um til aðstoðarskólameistara og fjármála- og skrifstofustjóra.