Góður árangur í Þýskuþraut

Félag þýskukennara stendur árlega fyrir Þýskuþraut fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins. Þýskuþraut er keppni í þýskukunnáttu framhaldsskólanema. Keppnin var nýlega haldin í 31. sinn. Tveir nemendur Kvennaskólans voru í hópi þeirra 15 efstu sem að þessu sinni fengu viðurkenningu fyrir góða frammistöðu.
Nanna Eggertsdóttir í 2. ND lenti í 5. sæti og Andrea Eiríksdóttir, einnig í 2. ND, lenti í sæti 13.
Sem verðlaun býðst Nönnu að fara í sumarbúðir í Þýskalandi í lok júlí en að auki eiga þær báðar von á bókaverðlaunum frá þýska sendiráðinu á Íslandi.
Við í Kvennó óskum Nönnu og Andreu innilega til hamingju með þennan góða árangur.