Kosið í stjórn og nefndir nemendafélagsins

Frétt frá ritnefnd skólans um kosningarnar.  Hekla Kristín og Eva Rut Bernhöft skrifuðu fréttina. 

Jæja, elsku Kvenskælingar nú er kosningavikan loks hafin. Eins og þið hafið eflaust tekið eftir er hún með öðru sniði í ár sökum aðstæðna, en hún er ekki síður mikilvæg. Í þessari viku fáið þið tækifæri til að móta félagslífið í skólanum á komandi skólaári. Með góðu félagslífi verður góður skóli enn betri. Því er svo fáranlega mikilvægt að kjósa rétt. Hvert atkvæði skiptir máli. 

Það er mörg flott framboð í ár og við mælum með að þið skoðið þau öll, lesið vel stefnuskrá þeirra, og myndið ykkar eigin skoðun á framboðunum. Verið dugleg að fylgjast með frambjóðendum, til dæmis er mjög mikilvægt og fræðandi að horfa á spurt og svarað sem er núna á miðvikudaginn klukkan 20:00. Hafið þá í huga að gott er að spurja sig spurninga til að ákveða hvern skal kjósa. Hvað hefur þessi aðili yfir hina? Treysti ég þessari manneskju til að gera rétt hvað varðar félagslífið og samskipti við skólastjórn? Gæti ég leitað til manneskjunnar ef ég hefði athugasemd eða góða hugmynd? 

Verið málefnaleg, spyrjið spurninga og leitið svara.