Þátttaka femínistafélagsins í Kvennaverkfallinu

Föstudaginn 24. október voru konur og kvár hvött til að leggja niður störf og um leið var þess minnst að 50 ár væru liðin frá Kvennafrídeginum þar sem konur gerðu slíkt hið sama. Hluti dagskrárinnar var söguganga um áfanga í kvennabaráttunni. Femínistafélag skólans, Þóra Melsteð, var með atriði í sögugöngunni fyrir framan aðalbygginguna Fríkirkjuvegi 9. Nemendur höfðu búið til tímalínu með ýmsum áföngum í sögu skólans og fræddu þau þátttakendur í göngunni um tengsl þeirra við kvennabaráttuna.

Við þökkum femínistafélaginu fyrir flott framlag og þátttökuna.