- Kynning fyrir 10. bekkinga
- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Áfangar
- English
Kæru nemendur
Námsmatsdagar hefjast á morgun, föstudaginn 5. desember og biðjum við ykkur að skoða vel klukkan hvað prófin ykkar byrja. Búið er að raða nemendum fyrir fram í prófstofur. Nemendur sjá undir "aðstoð" í Innu nafnalista fyrir hvert próf og í hvaða stofu hver og einn á að mæta. Listi er settur undir "aðstoð" í Innu ca. tveimur dögum fyrir próf. Nemendur sem hafa skráð sig hjá námsráðgjöfum í sérstofu taka prófin sín í stofu M17.
Próftöfluna er að finna bæði á Innu og á heimasíðu skólans.
Mikilvægt er að þið kynnið ykkur vel prófareglur og prófafyrirkomulag, sjá hér.
Athugið ef að nemandi verður uppvís að því að nota óleyfileg gögn eða tækni, veita eða þiggja hjálp frá öðrum verður úrlausn hans ekki metin og telst hann fallinn í viðkomandi próf.
Þegar þið komið í próf þá eigið þið að setja yfirhafnir og annað fremst í prófstofuna. Pennaveski mega ekki vera á borðum. Öll snjalltæki og/eða heyrnartól eru bönnuð. Slökkt skal á símum eða setja á flugstillingu og þeir skildir eftir hjá yfirsetufólki (í símakassa) eða hafðir í tösku eða yfirhöfn. Þið eruð vinsamlegast beðin um að yfirgefa bygginguna hljóðlega um leið og þið gangið út úr prófinu svo nemendur sem eru ennþá í prófi verði ekki fyrir truflun.
Veikindi skal tilkynna strax að morgni prófdags (hringja á skrifstofu skólans s. 580-7600). Vegna mikils álags á heilsugæslustöðvar þessa dagana mun duga að foreldri/forráðamaður staðfesti veikindi að morgni prófadags (áður en próf hefst). Sama gildir um nemendur sem eru 18 ára og eldri (annars gildir vottorð).
Sjúkrapróf verða miðvikudaginn 17. desember í N2 og hefjast kl. 9:00.
Hægt er að nálgast ýmis gögn og góð ráð frá náms- og starfsráðgjöfum skólans, t.d. skipulagsblöð, góðar aðferðir við tímastjórnun og próftækni, sjá hér.
Gangi ykkur sem allra best.