Gleðilega páska

Nú hefur samkomubannið verið framlengt til 4. maí að minnsta kosti.
Við stefnum að því að ljúka önninni á hefðbundnum tíma. Að loknu páskaleyfi, þann 15. apríl  verða aðeins 11 kennsludagar eftir á önninni.  Að því  búnu tekur prófatíðin við sem við höfum kosið að kalla námsmatsdaga. Gera má ráð fyrir að í mörgum áföngum verði námsmat endurskoðað með hliðsjón af þessum óvenjulegu aðstæðum.

Nú er páskafríið byrjað og í ljósi fyrirmæla yfirvalda þá hvetjum við ykkur til þess að nota tímann vel. Við erum hvött til þess að vera heima í fríinu  og ferðast innanhúss. Þetta er ekki upplífgandi en við verðum að hlýða fyrirmælum almannavarna. 

Nú verðum við bara að sýna þolgæði og þolinmæði!  Þetta tekur enda. 
Gleðilega páska.