Skipulag kennslu vikuna 28. september - 2. október

Vikan 28. september - 2. október: Allir bekkir á 1. ári og 2FA, 2H, 2NA, 2ND og 2NÞ í staðnámi

Í næstu viku höldum við áfram með okkar plön um að allir bekkir verði í staðnámi aðra hverja viku, skipulagið núna er auðvitað eins og áður háð aðstæðum og sóttvarnareglum.

Áfram er skólanum skipt upp í sóttvarnarhólf, eins meters reglan gildir á öllum svæðum, nemendur þurfa að nota ákveðna innganga og nú er grímuskylda í skólanum fyrir nemendur og starfsfólk. Eins og áður þá hefur hver bekkur sína heimastofu og gangar skólans eru eingöngu hugsaðir til að fara á milli stofa.

Flestir valáfangar verða í fjarkennslu. Nemendur þurfa að fylgjast vel með tilkynningum frá sínum kennurum í Innu varðandi mætingu í verklega tíma í valáföngum (t.d. í útivist).

Íþróttir verða í fjarkennslu eins og verið hefur.

Eftir sem áður þá leggjum við mikla áherslu á sótthreinsun og sóttvarnir og áfram treystum við því að allir kynni sér og virði þær reglur sem gilda og sinni einstaklingsbundnum sóttvörnum

Biðjum alla nemendur að lesa MJÖG vel yfir eftirfarandi gögn og upplýsingar:


Í næstu viku (28. september - 2. október) verða eftirfarandi bekkir í fjarnámi:

Allir bekkir á 3ja ári og 2FF, 2FÞ, 2NC og 2NF 

Við minnum á að í skólanum:

  • eru allir nemendur með umsjónarkennara sem þeir geta leitað til 
  • starfa tveir náms- og starfsráðgjafar og á heimasíðu skólans og undir aðstoð í Innu er að finna gagnlegar upplýsingar (góð ráð, skipulagsblöð og hjálparsíður). Hvetjum alla til að fylgjast vel með skilaboðum og upplýsingum frá náms- og starfsráðgjöfum á Facebook og Instagram.
  • er starfandi skólasálfræðingur sem veitir ráðgjöf og stuðning í einstaklingsviðtölum. Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir alla nemendur skólans.
  • er boðið uppá aukatíma í stærðfræði fyrir nemendur í öllum stærðfræðiáföngum