Umgengnisreglur og gagnlegar upplýsingar

Reglur og upplýsingar:

 • Nemendur eiga eingöngu að nota sinn inngang og spritta sig þegar þeir koma inn í skólann.
 • Grímuskylda er í skólanum og allir verða kynna sér leiðbeiningar um rétta grímunotkun. Skólinn er búinn að fá grímur fyrir nemendur. 
 • Gangar eru ferðarými. Kennslustofur eru ólæstar og nemendur eiga að fara beint inn í sína stofu þegar þeir koma í skólann.
 • Nemendur þurfa að spritta sig þegar þeir koma og fara útúr stofunni.
 • Nemendur þurfa að virða sóttvarnarhólfin í skólanum og fara ekki á milli hólfa
 • Allir verða virða eins metra regluna og passa að víkja og hinkra ef fjölmennt er á ganginum og/eða í stigum
 • Hver bekkur fær úthlutað stofu og er þar í öllum tímum. Búið er að raða borðum í stofurnar og það má ekki færa til borðin
 • Nemendur “eiga” sitt sæti í kennslustofunni. Sitja í sama sæti vikuna sem þeir eru í skólanum.
 • Mötuneyti er lokað, nemendur þurfa því að koma með nesti í skólann. Nemendum er heimilt að borða nesti í kennslustofunni en þurfa að ganga vel frá öllu eftir sig og henda rusli í lokaðar ruslafötur Lokaðar ruslafötur verða fyrir framan allar stofur.
 • Litli Kvennó (nemendarýmið í kjallaranum í M) er lokaður.
 • Valáfangar eru ýmist í stað- eða fjarnámi. Nemendur geta setið áfram í sinni bekkjarstofu og tekið þátt í fjarkennslustundum í valáföngum. Allir nemendur þurfa að mæta með hlaðnar fartölvur í skólann til að geta notað rafræn kennslukerfi fyrir fjarkennslustundir.
 • Nemendur sem eru í sóttkví, einangrun eða bíða eftir niðurstöðu sýnatöku, hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift og þeir sem eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, bein - eða vöðvaverki og þreytu) eiga ekki að mæta í skólann. Forráðamenn geta tilkynnt forföll í Innu eða hringt í skrifstofu skólans. Uppfærðar reglur um skólasókn hér

 

Til þess að skólahald gangi sem best þá þurfum við að virða reglur skólayfirvalda, almannavarna og sóttvarnalæknis. Skólastarfið mun taka mið af sóttvarnareglum hverju sinni og eru nemendur vinsamlega beðnir um að hafa rakningarappið í símum sínum og sinna vel persónulegum sóttvörnum, þvo og sótthreinsa hendur reglulega.

Við getum þetta saman!