Umgengnisreglur og gagnlegar upplýsingar

Reglur sem gilda í Kvennaskólanum í samræmi við reglugerð heilbrigðisráðherra frá 13. ágúst 2021.

  • Allir þurfa að gæta vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum, svo sem handþvotti, sprittun og grímunotkun
  • Ekki grímuskylda í skólanum en grímur til staðar fyrir þá sem vilja. 
  • Virðum fjarlægðarmörk (1 metra) og pössum að víkja og hinkra ef fjölmenni er á göngum og/eða í stigum.
  • Nemendur þurfa að sótthreinsa sitt borð og stólbak áður en þeir fá sér sæti í upphafi kennslustundar.
  • Mötuneyti nemenda opið. Nemendum er einnig heimilt að borða nesti í kennslustofum (þegar ekki er kennsla) en þurfa að ganga vel frá öllu eftir sig og henda rusli í lokaðar ruslafötur sem eru frammi á gangi.
  • Mikilvægt er að skoða stundatöfluna sína í Innu á réttri dagsetningu, þar sést í hvaða stofu á að mæta og hvenær kennslustundirnar byrja. Athuga að hádegishléið 40 mín og skiptist í fyrra og seinna hádegishlé. 
  • Bókasafn skólans er opið og kennslustofan við bókasafnið er líka opin fyrir nemendur. 
  • Nemendur sem finna fyrir einkennum Covid-19 eiga að vera heima og tilkynna veikindi. Forráðamenn geta tilkynnt forföll í Innu eða hringt í skrifstofu skólans
  • Mælt er að með að nota rakningarapp heilbrigðisyfirvalda (rakning C-19 appið)

Til þess að skólahald gangi sem best þá þurfum við að virða reglur skólayfirvalda, almannavarna og sóttvarnalæknis. Skólastarfið mun taka mið af sóttvarnareglum hverju sinni og eru nemendur vinsamlega beðnir um að hafa rakningarappið í símum sínum og sinna vel persónulegum sóttvörnum, þvo og sótthreinsa hendur reglulega.

Ofangreint skipulag gildir meðan núverandi sóttvarnareglur gilda en eins og við höfum séð á síðustu mánuðum þá geta hlutirnir breyst mjög hratt og því mikilvægt að fylgjast vel með fréttum á heimasíðu skólans. Einnig þurfum við öll að vera vakandi yfir helstu aðgerðum almannavarna og fylgja sóttvörnum og reglum þeirra í hvívetna. 

(Uppfært 18.08.2021/BÞ)