Fullt staðnám frá 8. febrúar - skipulag og upplýsingar

Fullt staðnám hefst mánudaginn 8. febrúar nk. með örfáum undantekningum. Það er mikilvægt að nemendur skoði stundatöfluna sína í Innu á réttri dagsetningu til að sjá í hvaða stofu á að mæta.

Við biðjum nemendur að nota rétta innganga þegar þeir koma í skólann og þegar þeir þurfa að skipta um kennslustofu til að mæta í tíma í valáföngum. 
Hér sjáið þið hvaða stofur tilheyra hvaða inngangi. Mötuneyti er ennþá lokað því aðstaðan þar er notuð sem kennslustofa. Nemendur þurfa því að koma með nesti í skólann. Nemendum er heimilt að borða nesti í kennslustofunni en þurfa að ganga vel frá öllu eftir sig og henda rusli í lokaðar ruslafötur. Gott að fara í smá göngutúr í hádegishléinu sem verður 50 mín. 

Höldum áfram að passa okkur og fylgja vel öllum reglum um sóttvarnir: 

  • Vera með grímu og bera hana rétt, alveg fyrir nef og munn. 
  • Þvo hendur vel og spritta hendur reglulega 
  • Virða fjarlægðarmörk og passa að víkja og hinkra ef fjölmennt er á göngum og/eða stigum 
  • Ganga vel um og skilja ekki eftir óþarfa rusl eftir okkur 


Við minnum á þjónustu náms- og starfsráðgjafa sem bjóða upp á viðtöl alla virka daga.
Í skólanum er einnig starfandi skólasálfræðingur sem býður uppá viðtöl tvo daga í viku.

Að lokum viljum við biðja alla um að kynna sér vel afar mikilvægar upplýsingar og reglur sem sem gilda í skólanum
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans undir Skólinn - Covid-19

Við getum þetta saman!