Vikurnar framundan

Þjónusta skrifstofunnar breytist þann 4. maí. Opið verður á skrifstofu frá kl. 9 – 12 (sími 580-7600), tölvupósturinn kvennaskolinn@kvenno.is vaktaður á milli kl. 8 og 16 alla virka daga

4. maí þá geta nemendur mætt í bókuð viðtöl hjá náms- og starfsráðgjöfum. Viðtölin fara fram á skrifstofum þeirra í Miðbæjarskólanum. Bóka á viðtöl í Innu.

Nemendur geta mætt í bókuð viðtöl hjá skólasálfræðingi. Viðtölin fara fram í M16 Hægt er að panta tíma hjá Sveini í gegnum INNU eða senda tölvupóst, sveinngh@kvenno.is.

Próf og/eða lokaverkefni verða rafræn og fara fram í Innu. Minnum á prófareglur skólans, sjá hér

Próftaflan birtist í Innu

Mikilvægt er að skoða vel tilkynningar um próftíma og tímamörk prófa í Innu.

Veikindi á að tilkynna strax að morgni prófdags, hægt að senda tölvupóst á kvennaskolinn@kvenno.is eða hringja í síma 580-7600. Forráðamenn þurfa að tilkynna veikindi en ekki er krafist læknisvottorðs

Sjúkrapróf verða haldin föstudaginn 15. maí.

Einkunnir verða aðgengilegar í Innu í síðasta lagi kl. 13:00 miðvikudaginn 20. maí

Stefnt er að því að halda endurtökupróf í húsnæði skólans í lok maí/byrjun júní. Reglur skólans um endurtökupróf sjáið þið hér

Próftafla endurtökuprófa verður birt um leið og opnað verður fyrir einkunnir í Innu.

Skráning í endurtökupróf verður rafræn, skráning í endurtökupróf fer fram miðvikudaginn 20. maí