Vikurnar framundan

Vikan 1. - 5. febrúar:
1. bekkur: Fyrir hádegi mánudag - föstudags (bekkja- og valtímar)
2. bekkur: Eftir hádegi mánudag - föstudags (bekkja- og valtímar)
3. bekkur: Eftir hádegi mánudag, þriðjudag, fimmtudag og föstudag. Fyrir hádegi miðvikudag (bekkja- og valtímar).
Aðrir tímar eru í fjarnámi. 

Athugið: Það er mikilvægt að nemendur skoði stundatöfluna sína í Innu á réttri dagsetningu til að sjá í hvaða stofu á að mæta því staðsetning breytist á milli vikna. 

Fullt staðnám hefst mánudaginn 8. febrúar. Nemendur mæta þá í alla tíma í skólanum samkvæmt stundatöflu vorannar. Hver bekkur verður í sinni stofu en nemendur fara á milli stofa til að sækja tíma í valáföngum. Eins og hingað til þá sjá nemendur stofutöfluna sína í Innu.  Nánari upplýsingar í bréfi skólameistara til nemenda og forráðamanna. Það er gleðilegt að tilkynna að hægt verði að sækja allar kennslustundir í staðnámi en við minnum á að aðstæður geta breyst skyndilega. 

Upplýsingar um innganga fyrir hverja stofu sjá hér 

Upplýsingar um umgengnisreglur, sóttvarnir, námsaðstöðu í skólanum o.fl sjá hér.

Valkynning: Valáfangar fyrir skólaárið 2021 - 2022 verður þriðjudaginn 16. febrúar.  
Tjarnadagur verður miðvikudaginn 17. febrúar.  
Námsmatsdagar verða 18. og 19. febrúar. 

Eins og áður er mikilvægt að fylgjast vel með upplýsingum frá kennurum í Innu og frá skólanum hér á heimasíðu skólans og/eða í tölvupósti. 

Lifi hversdagsleikinn! Höldum áfram að virða sóttvarnarreglur, nota grímuna, þvo okkur reglulega um hendur og spritta, virða nálægðarmörk og vera heima ef við fáum einkenni.  
Fullt staðnám frá 1. febrúar nk.