Skólastarfið framundan

Áfram verður fullt staðnám frá og með 22. febrúar. Sú breyting verður að nú verða ekki sérstakar bekkjastofur heldur fara nemendur á milli stofa til að mæta í kennslustundir. Það er því mjög mikilvægt að skoða stundatöfluna sína í Innu á réttri dagsetningu til að sjá í hvaða stofu á að mæta.


Til þess að þetta geti gengið er nauðsynlegt að sótthreinsa hverja kennslustofu í upphafi hverrar kennslustundar. Hver og einn nemandi þarf því að sótthreinsa sitt borð og stólbak áður en hann fær sér sæti í upphafi kennslustundar.

Auk þessa munum við bjóða upp á takmarkaða þjónustu í mötuneyti skólans. Seldar verða tilbúnar vörur, samlokur, mjólkurvörur o.þ.h. Hádegishléið verður aftur fært til fyrra horfs, verður 40 mínútur og skiptist í fyrra og seinna hádegishlé. Í samræmi við sóttvarnarreglur þá kemst takmarkaður fjöldi fyrir hverju sinni í mötuneytinu og þar eins og annars staðar í skólanum er mikilvægt að allir sýni varkárni og virðingu gagnvart reglum um grímuskyldu, fjöldatakmarkanir, sprittun og fjarlægðarmörk. Það mega ekki fleiri en 30 nemendur vera í röð í senn og að hámarki 30 nemendur mega sitja til borðs. Nemendur geta borðað í kennslustofunni sem þeir eiga að mæta í eftir hádegishlé.

Við þurfum öll að gæta að okkar persónubundnu sóttvörnum og við minnum á að grímuskylda verður áfram í skólanum.

Við biðjum nemendur að nota rétta innganga þegar þeir koma í skólann og þegar þeir þurfa að skipta um kennslustofu til að mæta í tíma. Hér sjáið þið hvaða stofur tilheyra hvaða inngangi

Við getum þetta saman!