Skipulag kennslu vikuna 21. - 25. september

Vikan 21. - 25. september: 3. bekkur og 2FF, 2FÞ, 2NC og 2NF í staðnámi

Áfram er skólanum skipt upp í sóttvarnarhólf, eins meters reglan gildir á öllum svæðum og nemendur þurfa að nota ákveðna innganga. Hver bekkur mun hafa sína heimastofu og gangar skólans eru eingöngu hugsaðir til að fara á milli stofa.

Hér sjáið þið yfirlit yfir umgenginsreglur, heimastofur og innganga. Við treystum því að allir kynni sér og virði þær reglur sem gilda og sinni einstaklingsbundnum sóttvörnum

Varðandi kennslu í valáföngum þá munu kennarar senda upplýsingar um staðnáms- og/eða fjarnámstíma til sinna hópa og eru nemendur hvattir til að fylgjast vel með, bæði á Innu og tölvupósti.

Í næstu viku (21.-25. september) verða eftirfarandi bekkir í fjarnámi:
1. bekkur og 2FA, 2H, 2NA, 2ND og 2NÞ.

Í fjarnámi er mikilvægt að skipuleggja daglega rútínu, setja sér markmið fyrir daginn (útbúa verkefnalista og/eða tímaplan), vera jákvæð og tala við sig í huganum eins og við eigin vini.

Við minnum á að í skólanum:

  • starfa tveir náms- og starfsráðgjafar og á heimasíðu skólans og undir aðstoð í Innu er að finna gagnlegar upplýsingar (góð ráð, skipulagsblöð og hjálparsíður). Hvetjum ykkur til að fylgjast með skilaboðum og upplýsingum frá náms- og starfsráðgjöfum á Facebook og Instagram
  • er starfandi skólasálfræðingur sem veitir ráðgjöf og stuðning í einstaklingsviðtölum. Þjónustan er gjaldfrjáls fyrir alla nemendur skólans. 
  • er boðið uppá aukatíma í stærðfræði fyrir nemendur í öllum stærðfræðiáföngum