Skipulag kennslu vikuna 31. ágúst - 4. september

Mánudaginn 31. ágúst byrjar 2. bekkur í staðnámi í skólanum. Hver bekkur mun hafa sína heimastofu en að öðru leyti gildir stundataflan í Innu. Flestir valáfangar verða í fjarnámi því þar koma saman nemendur úr mismunandi bekkjum og/eða árgöngum. Íþróttir verða í fjarkennslu. Skólahaldið tekur mið af sóttvarnareglum og því er skólanum skipt upp í nokkur sóttvarnarhólf. Nemendur í 2. bekk fá tölvupóst með upplýsingum um heimastofur, hvaða inngang þeir eiga að nota og hvaða umgengisreglur gilda í skólanum. 

1. og 3. bekkur verður í fjarnámi vikuna 31. ágúst til 4. september. Í fjarnáminu er mikilvægast að fylgjast MJÖG vel með öllum skilaboðum frá kennurum í Innu. Undir "Aðstoð" í Innu finnið þið gagnlegar leiðbeiningar varðandi fjarkennslustundir í Innu og gögn og upplýsingar frá náms- og starfsráðgjöfum. 

Við minnum á þjónustu náms- og starfsráðgjafa sem bjóða upp á viðtöl alla virka daga. Í skólanum er einnig starfandi skólasálfræðingur sem býður uppá viðtöl tvo daga í viku.