Skipulag vikuna 18. - 22. janúar

Það verður áfram blanda af staðnámi og fjarnámi í Kvennaskólanum. Allir nemendur skólans mæta í skólann daglega, annað hvort fyrir eða eftir hádegi og eru í fjarnámi þess á milli skv. stundaskrá.

Vikan 18. - 22. janúar staðnám: 
1. bekkur:  Fyrir hádegi mánudag - föstudags (bekkja- og valtímar)
2. bekkur:  Eftir hádegi mánudag - föstudags (bekkja- og valtímar) 
3. bekkur:  Eftir hádegi mánudag, þriðjudag, fimmtudag og föstudag. Fyrir hádegi miðvikudag (bekkja- og valtímar) 

ATHUGIÐ: Það er mikilvægt að nemendur skoði stundatöfluna sína í Innu á réttri dagsetningu til að sjá í hvaða stofu á að mæta því staðsetning breytist á milli vikna.

Þá minnum við á nauðsyn þess að allir kynni sér upplýsingar um sóttvarnahólf og innganga hér 

Eins og áður er mikilvægt að fylgjast vel með upplýsingum frá kennurum og skólanum.

Að lokum viljum við biðja alla um að kynna sér vel afar mikilvægar upplýsingar og reglur sem gilda í skólanum í núverandi kennslufyrirkomulagi hér

Við getum þetta saman!